Kvörtunum ekki svarað

Félagsbústaðir eru til húsa á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík.
Félagsbústaðir eru til húsa á Hallveigarstíg 1 í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír fyrrverandi starfsmenn Félagsbústaða, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, segja erfið samskipti við Auðun Frey Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Félagsbústaða, hafa átt þátt í að þeir hættu störfum hjá fyrirtækinu. Þeir hafi kvartað undan framkomunni en fengið lítil viðbrögð hjá stjórn og stéttarfélögum.

Sæmundur Ásgeirsson starfaði hjá Félagsbústöðum í tæpa tvo áratugi. Hann telur að framkoma Auðuns Freys kunni að flokkast undir einelti. Fyrirtækið hafi haft vitneskju um andleg veikindi sín en ekkert gert.

Sveinn Gunnarsson starfaði hjá Félagsbústöðum í um hálfan annan áratug. Hann segir Auðun Frey hafa stöðugt gert lítið úr störfum sínum. Hann hafi leitað til geðlæknis sem hafi talið framkomuna einelti.

Var bent á að ræða við stéttarfélagið

Þriðji starfsmaðurinn, sem óskar nafnleyndar, kallaði eftir eineltisrannsókn hjá stjórn Félagsbústaða. Stjórnin hafi hins vegar vísað honum á stéttarfélag.

Auðun Freyr baðst undan viðtali vegna málsins en heimilaði að birt yrði grein hans í Morgunblaðinu í dag vegna fyrri fréttar blaðsins um málið. Þar fjallar hann m.a. um óánægju hjá hluta starfsmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert