Hægt er að ganga Kolagötuna á enda

Í Kolagötu.
Í Kolagötu. mbl.is/sisi

Samfara hinni miklu uppbyggingu á Hafnartorgi í Kvosinni í Reykjavík hafa orðið til tvær nýjar göngugötur, Kolagata og Reykjastræti.

Kolagata er nú fullkláruð. Hún liggur eftir endilöngu torginu, frá vestri til austurs. Hún nær frá Tollhúsinu (Kolaportinu) að Lækjargötu/Kalkofnsvegi, gegnt Arnarhóli. Þar er m.a. að finna verslun H&M og fleiri verslanir verða opnaðar þarna síðar meir. Kolagata mælist 136 metrar í Borgarvefsjá.

Tillaga að nafninu kom frá nafnanefnd Reykjavíkur með tilvísun til þess að þarna hafi kolum verið skipað á land fyrr á árum. Þá stóð kolakraninn Hegri skammt þar norðan við. Hann var reistur 1927 og rifinn 1968, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert