Slasaðist við dimmiteringu á Akureyri

Nemendurnir voru að fagna útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri.
Nemendurnir voru að fagna útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stúlka slasaðist alvarlega við dimmiteringu Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan er ekki lífshættulega slösuð en hlaut alvarlega áverka í andliti og var flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Rúv greinir frá

Atvikið átti sér stað á palli á malarflutningavagni þegar vökvaknúinni loku var lokað. Stúlkan klemmdist á milli. Hefð er fyrir því að útskriftarnemendur fagni áfanganum með því að standa á vögnum sem traktorar draga og þeim er ekið um bæinn. 

Áfallateymi Rauða krossins var virkjað og ræddi við skólafélaga stúlkunnar og aðra sem voru á vettvangi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert