Piltarnir þrír ekki nemendur við skólann

Unnið er að rannsókn málsins.
Unnið er að rannsókn málsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Piltarnir þrír sem hafa játað aðild að íkveikju sem leiddi til elds­voða í þaki Seljaskól­a aðfaranótt sunnudags 12. maí eru ekki nemendur skólans.  

Einn piltanna er yngri en 15 ára og er því undir sakhæfisaldri sem er 15 ár. Hinir tveir eru eldri og því sakhæfir.  

Málið er unnið í sam­ráði við fé­lags­yf­ir­völd og held­ur rann­sókn máls­ins áfram. 

UPPFÆRT 11:25: 

Í upphaflegri frétt var haft eftir lögreglu að allir piltarnir væru nemendur við skólann. Það er ekki rétt. Enginn þeirra sem grunaðir eru um íkveikjuna eru nemendur við Seljaskóla 

mbl.is