Skessan rís í Hafnarfirði

Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið.

Fyrir eru tvö minni knatthús á svæði FH en Skessan mun hýsa fótboltavöll í fullri stærð. Grunnflötur byggingarinnar verður um 8.500m² og mænishæð verður tæpir 23 metrar.

mbl.is kíkti á framkvæmdirnar í Hafnarfirðinum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina