Féll sex metra í vinnuslysi

Maðurinn var fluttur á slysadeild.
Maðurinn var fluttur á slysadeild. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður um tvítugt féll niður hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn fluttur á slysadeild og við fyrstu skoðun virtust áverkar hans ekki vera miklir.

Slysið varð á vinnusvæði en varðstjóri gat ekki gefið nánari upplýsingar um tildrögin. 

mbl.is