Úrskurðaður í nálgunarbann og gæsluvarðhald

Lögregla telur að maðurinn geti torveldar rannsókn málsins gangi hann …
Lögregla telur að maðurinn geti torveldar rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, og því féllst Landsréttur á gæsluvarðhald. mbl.is/Hari

Karlmaður sem var á mánudag úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann vegna rökstudds gruns um að hafa beitt fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína lík­am­legu, and­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku.

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvaðrhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í úrskurðinum, sem RÚV greinir frá, kemur fram að maðurinn hafi neitað að afhenda aðgangsorð að síma sínum. Einnig er farið fram á varðhald yfir manninum þar sem lögregla telur hann geta spillt rannsóknarhagsmunum.

Sam­býl­is­kona manns­ins lagði fram kæru vegna heim­il­isof­beld­is í janú­ar. Í úr­sk­urði Héraðsdóms Reykja­vík­ur kem­ur fram að þegar kon­an sagði við mann­inn að hann gæti ekki dvalið leng­ur á heim­il­inu hafi hann tryllst, sparkað í hana og hellt yfir hana mjólk. Þá sló hann son þeirra utan und­ir þegar hann reyndi að stöðva föður sinn. Í fe­brú­ar lagði kon­an fram kæru vegna kyn­ferðis­brots þar sem hún lýs­ir því að maður­inn hafi beitt hana miklu and­legu of­beldi síðustu fjög­ur ár.

Rann­sókn lög­reglu leiddi meðal ann­ars í ljós að frá því í fe­brú­ar voru 121 tölvu­póst­ar send­ir sem inni­héldu nekt­ar­mynd­ir af kon­unni á 235 mis­mun­andi póst­föng. Af­rit af póst­un­um voru send á kon­una. Nálg­un­ar­bannið veit­ir kon­unni ekki vörn gegn dreif­ingu kyn­lífs­mynda, að því er seg­ir í úr­sk­urðinum, en brotið fel­ur samt sem áður í sér „grófa at­lögu að friðhelgi og æru þeirra sem fyr­ir verða“.

Í úr­sk­urði héraðsdóms um nálgunarbannið, sem Lands­rétt­ur hef­ur staðfest, kem­ur fram að sam­kvæmt rann­sókn­ar­gögn­um er rök­studd­ur grun­ur um að kon­unni stafi ógn af mann­in­um og að hún hafi sætt of­beldi og ógn­un­um af hans hálfu og hann valdið henni mik­illi van­líðan.

Í úrskurði héraðsdóms frá því í gær kemur fram að rannsókn málsins sé langt komin en enn eigi eftir að rannsaka svokallaðar sýndartölvur sem lögregla hefur lagt hald á. Þar sem maðurinn neitaði að gefa upp aðgangsorðs að símanum var hann sendur erlendis til rannsóknar og beðið er eftir niðurstöðum.

Lögregla telur að maðurinn geti torveldar rannsókn málsins gangi hann laus, til dæmis með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, og því féllst Landsréttur á gæsluvarðhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert