Skemmtilegt að skrifa um hesta

Ásdís Haraldsdóttir með gamla reiðhestinn, Gust, og hundinn Magna sem …
Ásdís Haraldsdóttir með gamla reiðhestinn, Gust, og hundinn Magna sem hleypur í kringum þau. Álftaneskirkja sést í baksýn.

„Mér fannst vanta fræðsluvef fyrir almenna hestamenn og fólk sem stundar útreiðar,“ segir Ásdís Haraldsdóttir, þjóðfræðingur og blaðamaður á Álftanesi á Mýrum, sem skrifar og heldur úti vefnum hestamennska.is.

Stofnun hestamennskuvefjarins á sér allnokkurn aðdraganda. Ásdís vann áður fyrr við skrif um hestamennsku fyrir Morgunblaðið og Eiðfaxa. „Ég hef lengi séð að það vantaði vef fyrir almenna hestamenn. Axel Jón Fjeldsted, grafískur hönnuður, útbjó fyrir nokkrum árum vef á léninu Íslandshestar sem aldrei hafði farið í loftið. Ég sá tækifærið en þar sem ég var í miðju meistaranámi í þjóðfræði hentaði tímasetningin ekki,“ segir Ásdís.

Vantaði verkefni

„Eftir námið vantaði mig verkefni og datt þá í hug að skoða vefinn. Hann var þá enn óseldur svo ég keypti hann eftir talsverða umhugsun. Raunar fannst mér nafnið ekki passa mér og þegar fyrirtæki falaðist eftir léninu seldi ég það í samráði við Axel. Það var þó ekki fyrr en ég hafði leitað að lausu léni undir hestum og hrossum og öllu sem því tengist, en án árangurs. Þá datt mér í hug að athuga með hestamennska.is sem ég taldi að hlyti að vera frátekið. Svo reyndist ekki vera en þetta er einmitt heiti sem nær yfir það sem ég vildi gera. Axel tók að sér að hanna nýjan vef og hefur verið mér ómetanleg hjálparhella,“ segir Ásdís. Vefurinn fór í loftið í janúar á þessu ári.

Sjá viðtal við Ásdísi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »