„Allt gekk upp og allir voru glaðir“

Tom Solomon og Lisa Tindle, erlendu hjónin sem sigruðu hvort ...
Tom Solomon og Lisa Tindle, erlendu hjónin sem sigruðu hvort um sig í 10 km leiðinni, fá sér hressingu eftir hlaupið. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

Mýrdalshlaupið var hlaupið í dag og mikil lukka var meðal þátttakenda. Hluti leiðarinnar er í fjöru, sem leiðir svo upp fjall og endar í Vík í Mýrdal. Nýlunda í ár var sú að boðið var upp á 23 kílómetra leið. Það var uppselt fyrir viku í þann flokk.

„Þetta gekk rosalega vel. Allt gekk upp og allir voru glaðir,“ segir Ragnheiður Högnadóttir, forsvarsmaður Mýrdalshlaupsins í ár. Hún segir þátttökuna hafa verið mjög góða, um 150 hafi tekið þátt. 100 í hvorum flokki og 23 km flokkurinn fullur. Hin sígilda leið var þó hlaupin af fjölda fólks, þ.e. 10 km. Þá var einnig boðið upp á þriggja kílómetra skemmtiskokk fyrir yngri kynslóðina.

Fyrst er hlaupið í Reynisfjöru, síðan upp á Reynisfjall, eftir því öllu, yfir þjóðveginn, upp á fjall sem heitir Hatta, svo er hlaupinn fjallahringurinn í kringum Vík og svo niður í þorpið að lokum.

Keppendur voru alls staðar að af landinu. Í samtali við mbl.is nefndi Ragnheiður að Rannveig Oddsdóttir, sú sem fór með sigur af hólmi í 23 km leið kvenna hafi verið að koma frá Akureyri en hefði talið ferðalagið vel þess virði.

„Við erum í fyrsta skipti núna að bjóða upp á þessa 23 kílómetra leið,“ segir Ragnheiður. „Hún hefur gefið mjög góða raun. Það var uppselt fyrir viku, þannig að nú leggjumst við undir feld til að sjá hvort við þurfum að stækka hana fyrir næsta ár,“ segir hún.

Sigurvegarar

Sigurvegari í 23 km hlaupi karla var Sigurjón Ernir Sturluson, á tímanum 01.59.24, fyrir OnRunning/2XU. Í öðru og þriðja sæti voru Örvar Steingrímsson og Guðni Páll Pálsson.

Í 23 km hlaupi kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir, á tímanum 02.22.35, fyrir UFA Eyrarskokk. Í öðru og þriðja sæti voru Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Melkorka Árný Kvaran.

Í 10 km hlaupi karla var Tom Solomon í fyrsta, á tímanum 00.47.24, fyrir Veohtu. Í öðru og þriðja sæti voru Arnar Karlsson og Þorbjörn Andrason.

Í 10 km hlaupi kvenna var kona nefnds Tom Solomons í fyrsta sæti, Lisa Tindle að nafni. Hún fór 10 kílómetrana á 01.03.54. Í öðru og þriðja sæti þar voru Eyrún Ösp Birgisdóttir og Unnur Arna Eiríksdóttir.

Sigurvegari í 23 km hlaupi karla var Sigurjón Ernir Sturluson, ...
Sigurvegari í 23 km hlaupi karla var Sigurjón Ernir Sturluson, á tímanum 01.59.24, fyrir OnRunning/2XU, hér fyrir miðju. Í öðru og þriðja sæti voru Örvar Steingrímsson, til vinstri, og Guðni Páll Pálsson, til hægri. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Í 10 km hlaupi karla var Tom Solomon í fyrsta, ...
Í 10 km hlaupi karla var Tom Solomon í fyrsta, á tímanum 00.47.24, fyrir Veohtu. Í öðru og þriðja sæti voru Arnar Karlsson,t.v., og Þorbjörn Andrason, t.h. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Í 23 km hlaupi kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir, á tímanum ...
Í 23 km hlaupi kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir, á tímanum 02.22.35, fyrir UFA Eyrarskokk, fyrir miðju. Í öðru og þriðja sæti voru Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Melkorka Árný Kvaran. Ljósmynd/Jónas Erlendsson
Í 10 km hlaupi kvenna var Lisa Tindle sigurvegari. Hún ...
Í 10 km hlaupi kvenna var Lisa Tindle sigurvegari. Hún fór 10 kílómetrana á 01.03.54. Í öðru og þriðja sæti þar voru Eyrún Ösp Birgisdóttir og Unnur Arna Eiríksdóttir. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

mbl.is

Innlent »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Gisting við flugbraut..
Lítið sumarhús og kósý í fallegu umhverfi á suðurlandi. Gisting 2 nætur eða meir...
Nudd - Rafbekkkur 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019 Lyft...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....