Bílbruni á Kjalarnesi

Bíllinn var illa brunninn er slökkviliðsmenn mættu á vettvang.
Bíllinn var illa brunninn er slökkviliðsmenn mættu á vettvang. mbl.is/Eggert

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. RÚV greindi fyrst frá þessu.

Bíllinn var illa brunninn er slökkvilið kom á staðinn og er gjörónýtur, en annar bíll sem var lagður nærri bílnum sem kviknaði í varð einnig fyrir skemmdum.

Upplýsingar um eldsupptök fengust ekki hjá slökkviliðinu.

mbl.is