Á annað hundrað trampólínslys á ári

Rok og trampolín fara ekki vel saman.
Rok og trampolín fara ekki vel saman. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild Landspítalans, segir skráðar komur á deildina vegna trampólínslysa 50 það sem af er þessu ári.

Árið 2012 leituðu 232 á slysadeild vegna trampólínslysa, 169 árið eftir, 163 árið 2014, einum færri 2015 og 170 árið 2016. Metár í komum var 2017, en þá komu 296 á slysadeild vegna trampólínslysa og 159 í fyrra. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Magnús  beinbrot og tognun vera algengustu meiðslin.

Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir bráðamótttöku SAK, segir að ekki séu skráð sérstaklega slys sem gerast á trampólínum eða ærslabelgjum. Hann segir fáar komur vegna slysa á slíkum leiktækjum og að ekkert alvarlegt slys hafi orðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert