Mörg illa í stakk búin að innrita 12 mánaða börn

Leikskólinn Hólaborg í Breiðholti.
Leikskólinn Hólaborg í Breiðholti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsvarsmenn fjölda sveitarfélaga þar sem meirihluti landsmanna býr, telja þau illa í stakk búin til þess að innrita börn við 12 mánaða aldur á leikskóla. 32 sveitarfélög með um 20% íbúa landsins eru aftur á móti vel í stakk búin til þessa.

Þetta er meðal þess sem fram kemur við kortlagningu Valgerðar Freyju Ágústsdóttur, sérfræðings á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, á aldri leikskólabarna við innritun á seinasta ári í sveitarfélögum landsins.

Niðurstöðurnar voru kynntar á stjórnarfundi sambandsins. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er stefnt að lengingu fæðingarorlofs í 12 mánuði og viðræðum við sveitarfélög um að þau tryggi börnum dagvistun á leikskóla frá 12 mánaða aldri.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að meðal þess sem fram kemur er að 33 sveitarfélög í athuguninni segjast hafa sett sér stefnu eða viðmið um að innrita börn á leikskóla við 12 mánaða aldur eða yngri. Þar búa 17% landsmanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert