Tónelski lögreglumaðurinn varði titilinn

Unga kynslóðin lét sig ekki vanta, enda hafa þúsundir grænlenskra …
Unga kynslóðin lét sig ekki vanta, enda hafa þúsundir grænlenskra barna lært skák síðan Hrókurinn hóf landnámið árið 2003. Ljósmynd/Aðsend

Steffen Lynge, lögregluþjónn, tónlistarmaður og dyggur Hróksliði varði titil sinn á Air Iceland Connect meistaramóti Nuuk, sem Hrókurinn og Kalak efndu til í Nuuk Center, verslunarmiðstöð höfuðborgar Grænlands á sunnudag. Keppendur voru hátt í þrjátíu, á öllum aldri, og leikgleðin var í fyrirrúmi.

Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður Íslands lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir blinda skáksnillinginn Paulus Napatoq, sem er frá Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, sem stóð sig með mikilli prýði og var hársbreidd frá verðlaunasæti. Silfrið hreppti Malik Bröns, formaður í skákfélagi heimamanna, og bronsið kom í hlut hins vaska Ove Brönlund. Verðlaun fyrir bestan árangur barna hlaut hinn bráðefnilegi Kavi Kimik Sondum.

Verðlaun voru einkar glæsileg, að hætti hússins: Steffen fékk Íslandsferð frá Air Iceland Connect og Stefan Ittu Hvid verslunarmaður lagði til veglegar inneignir í sinni glæsilegu útivistar- og íþróttabúð. Allir keppendur fengu auk þess glaðning frá Air Iceland Connect.

Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður Íslands á Grænlandi lék fyrsta leikinn á …
Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður Íslands á Grænlandi lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir blinda snillinginn Paulus Napatoq. Ljósmynd/Aðsend

Glæsilegur endir á sumarhátíðinni í Nuuk

Meistaramótið var lokapunktur hinnar árlegu sumarhátíðar í Nuuk, og þriðja ferð Hróksliða til Grænlands á árinu. Undanfarna daga hafa Hróksliðar farið í grunnskóla í höfuðborginni og fært á annað hundrað börnum reiðhjólahjálma frá Kiwanishreyfingu og Eimskip, heimsótt athvörf fyrir heimilislausa og fatlaða með ótal gjafir frá íslenskum vinum, fært Krabbameinsfélagi Grænlands á annað þúsund slaufur frá íslenska Krabbameinsfélaginu, sem seldar verða í fjáröflunarskyni, og komið gjöfum til barna á heimili sem ekki geta verið hjá fjölskyldum sínum.

Leiðangursmenn voru Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman, og nutu þeir ómetanlegrar aðstoðar Þorbjörns ræðismanns, auk þess sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lögðu til verðlaun og gjafir.

Framundan eru meðal annars hátíðir í Tasiilaq, Kullorsuaq og Ummannaq, en Hrókurinn fer að jafnaði 7-8 sinnum á ári að útbreiða fagnaðarerindi skáklistar og vináttu.

Skák er skemmtileg!
Skák er skemmtileg! Ljósmynd/Aðsend
Skákir Paulusar Napatoq vöktu mikla athygli, en hann var hársbreidd …
Skákir Paulusar Napatoq vöktu mikla athygli, en hann var hársbreidd frá verðlaunasæti. Ljósmynd/Aðsend
Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, við glæsilegt verðlaunaborð.
Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, við glæsilegt verðlaunaborð. Ljósmynd/Aðsend
Keppendur voru á öllum aldri og gleði og einbeiting í …
Keppendur voru á öllum aldri og gleði og einbeiting í fyrirrúmi. Ljósmynd/Aðsend
Róbert Lagerman, Hrafn Jökulsson, Steffen Lynge skákmeistari Nuuk 2019, og …
Róbert Lagerman, Hrafn Jökulsson, Steffen Lynge skákmeistari Nuuk 2019, og Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert