Andlát: Kristín Sveinbjörnsdóttir

Kristín Sveinbjörnsdóttir.
Kristín Sveinbjörnsdóttir.

Kristín Sveinbjörnsdóttir lést 9. júní sl. 85 ára að aldri. Kristín sá meðal annars um útvarpsþáttinn Óskalög sjúklinga í Ríkisútvarpinu um langt skeið.

Kristín fæddist í Reykjavík 13. október 1933, dóttir Sveinbjörns Egilssonar, útvarpsvirkjameistara, og Rannveigar Helgadóttur húsfreyju. Kristín stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1947-51 og var við nám og störf í Skotlandi og Danmörku á árunum 1951-54.

Kristín starfaði hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, var flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands um skeið, starfaði hjá bæjarfógetaembættinu í Keflavík, í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, var gjaldkeri á Hótel Loftleiðum og starfsmaður á lögmannastofu.

Kristín vann einnig hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli um langt árabil.

Á árunum 1963-82 vann Kristín við þáttagerð hjá Ríkisútvarpinu og hafði þá m.a. umsjón með þættinum Óskalögum sjúklinga í 15 ár. Sá þáttur var lengi við lýði hjá Ríkisútvarpinu og var með þekktasta og vinsælasta útvarpsefni síns tíma.

Kristín var í stjórn Golfsambands Íslands 1982-85 og er fyrsta konan sem sat í stjórn sambandsins. Hún var sæmd gullmerki GSÍ og silfurmerki ÍSÍ. Hún sat í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja 1980-86 en sjálf stundaði hún golfíþróttina um langt árabil.

Kristín giftist Sigurði Skúlasyni. Þau skildu. Börn þeirra eru Skúli og Venný Rannveig. Annar eiginmaður Kristínar var Magnús Blöndal Jóhannsson, tónskáld. Þau skildu. Sonur þeirra er Marinó Már. Þriðji eiginmaður Kristínar var Þorgeir Þorsteinsson sýslumaður. Þau skildu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »