Fjölmennasta útskrift Keilis frá upphafi

Við athöfnina brautskráðust nemendur úr Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu.
Við athöfnina brautskráðust nemendur úr Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu. Ljósmynd/Aðsend

Keilir brautskráði 185 nemendur við hátíðlega athöfn í dag, en um er að ræða fjölmennustu útskrift skólans frá upphafi. Fyrsta útskrift Keilis fór fram sumarið 2008 en síðan hafa 3.522 lokið námi við skólann.

Við athöfnina, sem fram fór í Andrews-leikhúsinu á Ásbrú, brautskráðust nemendur úr Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu. Var þetta jafnframt síðasta útskrift Hjálmars Árnasonar, sem verið hefur framkvæmdastjóri Keilis frá 2009, að því er segir í tilkynningu frá skólanum.

Flugakademía Keilis útskrifaði 43 atvinnuflugnema og hafa þá samtals 71 atvinnuflugnemar útskrifast úr skólanum það sem af er ársins, en um var að ræða fyrstu brautskráningu atvinnuflugnema Keilis eftir að skólinn var sameinaður Flugskóla Íslands fyrr á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert