Kvartað yfir hávaða á Bíladögum

Frá keppni í drift á Bíladögum fyrr í dag. Myndin …
Frá keppni í drift á Bíladögum fyrr í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Þorgeir

Nokkuð hefur borist af kvörtunum til lögreglunnar á Norðurlandi eystra frá íbúum á Akureyri vegna Bíladaga sem nú standa yfir.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni hafa íbúarnir kvartað yfir ónæði frá hávaðasömum bílum og var nokkuð um athugasemdir síðustu nótt.

„Við hvetjum ökumenn til að sýna tillitssemi og átta sig á því að fólk þarf að fá frið fyrir drunum og hávaða,“ segir varðstjórinn. Lögreglan hefur reynt að bregðast við kvörtununum en misjafnlega hefur gengið að bæta úr málum.

Talsverður fjöldi fólks er í bænum að fylgjast með Bíladögunum og hefur umferðin verið mikil í bænum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert