Ragna nýr skrifstofustjóri Alþingis

Ragna Árnadóttir hefru verið ráðinn nýr skrifstofustjóri Alþingis.
Ragna Árnadóttir hefru verið ráðinn nýr skrifstofustjóri Alþingis. mbl.is/Golli

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, hefur verið ráðin nýr skrifstofustjóri Alþingis og tekur hún til starfa fyrsta september og mun Helgi Bernódusson láta af embættinu.

„Þess má geta að Ragna verður fyrsta konan til þess að gegn æðstu embættisstöðu í landinu og er eitt vígið enn fallið þar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar ráðningin var tilkynnt.

Ráðningin var samþykkt á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun.

Ragna, sem er lögfræðingur að mennt með embættispróf í lögfræði frá Háskóla  Íslands og LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi, gegndi meðal annars á ferli sínum embætti dómsmálaráðherra frá 1. febrúar 2009 til 2. september 2010 í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina