Erilsöm helgi en lögreglan „sæmilega sátt“

Frá Bíladögum. Mynd úr safni.
Frá Bíladögum. Mynd úr safni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Helgin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra en Bíladagar fóru þá fram á Akureyri. 305 verkefni voru skráð í umdæmi lögreglunnar frá hádeginu á fimmtudag og til hádegis í gær.

Af 305 verkefnum eru kærur vegna of hraðs aksturs 97 talsins. Fjórar líkamsárásir eru skráðar og sex eru kærðir vegna aksturs undir áhrifum áfengis.

Einn er kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir vörslur fíkniefna. Þá sinnti lögreglan nokkrum umferðaróhöppum en engin slys urðu á fólki. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært til lögreglu.

Í heildina má segja að helgin hafi verið erilsöm hjá okkur í lögreglunni en engin stór eða alvarleg mál komu upp og við því sæmilega sátt,“ segir í færslu lögreglunnar á Facebook.

mbl.is