Vilja einstök „gaströll“ í stóriðjuna

Við undirritun viljayfirlýsingarinar í dag.
Við undirritun viljayfirlýsingarinar í dag. mbl.is/​Hari

„Þetta er krefjandi og viðamikið brautryðjanda verkefni og mikilvægt að allir leggist á eitt. Það lýsir metnað stóriðjunnar á Íslandi að við séum hérna saman komin til að undirrita viljayfirlýsingu um að gera betur,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan við undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda, stóriðjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishreinsun og -bindingu á Íslandi.

Undirritunin fór fram í dag í Ráðherrabústaðnum og var „CarbFix“ aðferð Orkuveitu Reykjavíkur í brennidepli.

Rannveig Rist hélt stutta tölu við undirritunina.
Rannveig Rist hélt stutta tölu við undirritunina. mbl.is/​Hari

„Við erum að reyna að finna íslenskt orð yfir CarbFix, er það kannski gaströll?“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að Rannveig líkti umbreytingu gassins í stein við tröll sem verður sólinni að bráð, en aðferðin hefur einnig verið þekkt sem gas í grjót- aðferðin.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði í ávarpi sínu við undirritunina að aðferðin væri bæði ódýr og örugg og kosti ekki meira kolefniskvóti og það sé því borðliggjandi fyrir íslenska stóriðju að eyða þá fremur fjármagni í kolefnishreinsun en í kvóta.

„Þetta segir okkur að vísindi borga sig. Peningi sem varið er í vísindi og þróun er ekki kastað á glæ. Þetta er eina aðferð sinna tegundar og alveg einstök á heimsvísu,“ sagði Bjarni, en aðferðin er hugarsmíð OR, Háskóla Íslands og annarra erlendra aðila.

Aðferðin einstök á heimsvísu

OR hefur nú í fimm ár unnið að kolefnishreinsun við Hellisheiðarvirkjun og hefur árangurinn farið fram úr væntingum að sögn Bjarna.

„Undir Hellisheiða-virkjun er mjög ungt basalt og í því er mikið af sprungum eða eins og loftbólum. Við tökum gasstrókinn úr virkjuninni og hreinsum úr honum með einfaldri aðferð allan koltvísýring og brennisteinsefni, en þessar lofttegundir hafa þann eiginleika að leysast upp í vatni.

Bjarni Bjarnasson, forstjóri OR greindi frá CarbFix við undirritunina og ...
Bjarni Bjarnasson, forstjóri OR greindi frá CarbFix við undirritunina og heldur hér á grjóti sem eitt sinn var brennisteinsefni og koltvísýringur. mbl.is/​Hari

„Þannig að við hreinsum loftið og undir þrýsting dælum við þessu niður í 800 metra dýpi þar sem þetta streymir út í bergið. Það vill svo skemmtilega til að efnafræðin í basaltinu hentar svo vel þannig að koltvísýringurinn verður að kalsíti og brennisteinsvetnið verður að glópagulli.

„Þegar þetta er orðið að steini er það fast í berginu um aldur og ævi og er þar með úr sögunni. Það er svo mikið rúmmál í berginu á Íslandi að við getum losað okkur við allan brennistein og koltvísýring frá Hellisheiðavirkjun um ókomna tíð,“ segir Bjarni, en í dag hreinar lofhreinsistöðin við Hellisheiðarvirkjun um 75% af brennisteinsefnum og koltvísýringi frá virkjuninni.

Ætla að kolefnishreinsa virkjunina að fullu

Nú hefur OR tekið ákvörðun um að stækka lofthreinsistöðina svo að hreinsa megi virkjunina að fullu á næstu árum.

„Þá verður hún fyrsta og eina jarðhitavirkjun í heimi sem er sporlaus. Hún megnar ekki í loft, hún mengar ekki á jörðu, hún mengar ekki í grunnvatn. Við munum ná þessu markmiði innan nokkra ára og tæknin er búin að sanna sig að fullu. Þessi stöð malar eins og köttur allan sólahringinn og slær aldrei feilpúst og kostnaðurinn er mjög lítill. Við erum í raun búin að spara Orkuveitu Reykjavíkur um 13 milljarða króna með þessari aðferð. Við getum sagt með sanni að vísindin borgi sig.“

Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ...
Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir virða fyrir sér grjótið. mbl.is/​Hari

Samkvæmt viljayfirlýsingunni verður rannsakað til hlítar hvort að CarbFix, eða gaströlla-aðferðin, geti orðið tæknilega og fjárhagslega raunhæfur kostur til þess að draga úr losun koltvísýrings frá stóriðju á íslandi. Þá munu fyrirtækin sem að yfirlýsingunni standa, leita leiða til að verða kolefnishlutlaus árið 2040, líkt og Hellisheiðarvirkjun mun verða fyrst allra virkjana í heimi á næstu árum.

„Við vitum ekki hvernig mun ganga að nota þessa aðferð í stóriðjunni, en viljayfirlýsingin sem skrifað var undir í dag snýst um að finna út úr því. Þetta er mjög spennandi þróunarverkefni og þetta er eins konar stöðugjald fyrir carbfix aðferðina eða gas í grjót aðferðina og viðurkenning stjórnvalda og stóriðjunnar á að þetta sé spennandi verkefni. Þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bjarni.

Mikilvægt að taka eitt skref í einu

Bjarni segir mikilvægt að taka eitt skref í einu í átt að kolefnishlutleysi stóriðjunnar á Íslandi, en að ef vel gangi komi CarbFix-aðferðin til með að hafa gríðarleg áhrif á kolefnisspor Íslands á næstu áratugum.

„Ef að stóriðjan öll myndi hreinsa sig að fullu sem er kannski alltof bratt markmið held ég, en ef svo væri staðan myndi losun Íslands miðað við stöðuna í dag vera svona um 40% af heildinni sem væri stærsta umhverfisverkefni sem við höfum ráðist í. En það er langur vegur í það en þetta er mjög mikilvægt og skemmtilegt fyrsta skref að stóriðjan og stjórnvöld skuli vilja vinna með okkur og við erum mjög ánægð að fá að vinna með stóriðjunni og hjálpa þeim að draga úr losun.“

mbl.is

Innlent »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikið blæddi úr höfði mannsins. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »

Þvoi bíla frekar á þvottaplönum

Í gær, 17:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til íbúa borgarinnar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur, eftirlitið fær á hverju ári ábendingar um mengun sem berst með ofanvatni í árnar, vötnin og strandsjóinn í Reykjavík. Meira »