Vilja einstök „gaströll“ í stóriðjuna

Við undirritun viljayfirlýsingarinar í dag.
Við undirritun viljayfirlýsingarinar í dag. mbl.is/​Hari

„Þetta er krefjandi og viðamikið brautryðjanda verkefni og mikilvægt að allir leggist á eitt. Það lýsir metnað stóriðjunnar á Íslandi að við séum hérna saman komin til að undirrita viljayfirlýsingu um að gera betur,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan við undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda, stóriðjunnar og Orkuveitu Reykjavíkur um kolefnishreinsun og -bindingu á Íslandi.

Undirritunin fór fram í dag í Ráðherrabústaðnum og var „CarbFix“ aðferð Orkuveitu Reykjavíkur í brennidepli.

Rannveig Rist hélt stutta tölu við undirritunina.
Rannveig Rist hélt stutta tölu við undirritunina. mbl.is/​Hari

„Við erum að reyna að finna íslenskt orð yfir CarbFix, er það kannski gaströll?“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að Rannveig líkti umbreytingu gassins í stein við tröll sem verður sólinni að bráð, en aðferðin hefur einnig verið þekkt sem gas í grjót- aðferðin.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði í ávarpi sínu við undirritunina að aðferðin væri bæði ódýr og örugg og kosti ekki meira kolefniskvóti og það sé því borðliggjandi fyrir íslenska stóriðju að eyða þá fremur fjármagni í kolefnishreinsun en í kvóta.

„Þetta segir okkur að vísindi borga sig. Peningi sem varið er í vísindi og þróun er ekki kastað á glæ. Þetta er eina aðferð sinna tegundar og alveg einstök á heimsvísu,“ sagði Bjarni, en aðferðin er hugarsmíð OR, Háskóla Íslands og annarra erlendra aðila.

Aðferðin einstök á heimsvísu

OR hefur nú í fimm ár unnið að kolefnishreinsun við Hellisheiðarvirkjun og hefur árangurinn farið fram úr væntingum að sögn Bjarna.

„Undir Hellisheiða-virkjun er mjög ungt basalt og í því er mikið af sprungum eða eins og loftbólum. Við tökum gasstrókinn úr virkjuninni og hreinsum úr honum með einfaldri aðferð allan koltvísýring og brennisteinsefni, en þessar lofttegundir hafa þann eiginleika að leysast upp í vatni.

Bjarni Bjarnasson, forstjóri OR greindi frá CarbFix við undirritunina og ...
Bjarni Bjarnasson, forstjóri OR greindi frá CarbFix við undirritunina og heldur hér á grjóti sem eitt sinn var brennisteinsefni og koltvísýringur. mbl.is/​Hari

„Þannig að við hreinsum loftið og undir þrýsting dælum við þessu niður í 800 metra dýpi þar sem þetta streymir út í bergið. Það vill svo skemmtilega til að efnafræðin í basaltinu hentar svo vel þannig að koltvísýringurinn verður að kalsíti og brennisteinsvetnið verður að glópagulli.

„Þegar þetta er orðið að steini er það fast í berginu um aldur og ævi og er þar með úr sögunni. Það er svo mikið rúmmál í berginu á Íslandi að við getum losað okkur við allan brennistein og koltvísýring frá Hellisheiðavirkjun um ókomna tíð,“ segir Bjarni, en í dag hreinar lofhreinsistöðin við Hellisheiðarvirkjun um 75% af brennisteinsefnum og koltvísýringi frá virkjuninni.

Ætla að kolefnishreinsa virkjunina að fullu

Nú hefur OR tekið ákvörðun um að stækka lofthreinsistöðina svo að hreinsa megi virkjunina að fullu á næstu árum.

„Þá verður hún fyrsta og eina jarðhitavirkjun í heimi sem er sporlaus. Hún megnar ekki í loft, hún mengar ekki á jörðu, hún mengar ekki í grunnvatn. Við munum ná þessu markmiði innan nokkra ára og tæknin er búin að sanna sig að fullu. Þessi stöð malar eins og köttur allan sólahringinn og slær aldrei feilpúst og kostnaðurinn er mjög lítill. Við erum í raun búin að spara Orkuveitu Reykjavíkur um 13 milljarða króna með þessari aðferð. Við getum sagt með sanni að vísindin borgi sig.“

Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ...
Ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir virða fyrir sér grjótið. mbl.is/​Hari

Samkvæmt viljayfirlýsingunni verður rannsakað til hlítar hvort að CarbFix, eða gaströlla-aðferðin, geti orðið tæknilega og fjárhagslega raunhæfur kostur til þess að draga úr losun koltvísýrings frá stóriðju á íslandi. Þá munu fyrirtækin sem að yfirlýsingunni standa, leita leiða til að verða kolefnishlutlaus árið 2040, líkt og Hellisheiðarvirkjun mun verða fyrst allra virkjana í heimi á næstu árum.

„Við vitum ekki hvernig mun ganga að nota þessa aðferð í stóriðjunni, en viljayfirlýsingin sem skrifað var undir í dag snýst um að finna út úr því. Þetta er mjög spennandi þróunarverkefni og þetta er eins konar stöðugjald fyrir carbfix aðferðina eða gas í grjót aðferðina og viðurkenning stjórnvalda og stóriðjunnar á að þetta sé spennandi verkefni. Þetta er mikill gleðidagur,“ segir Bjarni.

Mikilvægt að taka eitt skref í einu

Bjarni segir mikilvægt að taka eitt skref í einu í átt að kolefnishlutleysi stóriðjunnar á Íslandi, en að ef vel gangi komi CarbFix-aðferðin til með að hafa gríðarleg áhrif á kolefnisspor Íslands á næstu áratugum.

„Ef að stóriðjan öll myndi hreinsa sig að fullu sem er kannski alltof bratt markmið held ég, en ef svo væri staðan myndi losun Íslands miðað við stöðuna í dag vera svona um 40% af heildinni sem væri stærsta umhverfisverkefni sem við höfum ráðist í. En það er langur vegur í það en þetta er mjög mikilvægt og skemmtilegt fyrsta skref að stóriðjan og stjórnvöld skuli vilja vinna með okkur og við erum mjög ánægð að fá að vinna með stóriðjunni og hjálpa þeim að draga úr losun.“

mbl.is

Innlent »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...