Rólegt yfir höfuðborgarsvæðinu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Mjög rólegt var á höfuðborgarsvæðinu frá miðnætti. Átján mál bókuð í kerfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Klukkan 00:49 var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Laus að sýnatöku lokinni.

Klukkan 02:05 var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Laus að sýntöku lokinni.

Mjög rólegt var í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í nótt. 

mbl.is