Uppselt á Nick Cave í Hörpu

Nick Cave.
Nick Cave. AFP

Sala á tónleika Nick Cave í Eldborgarsal Hörpu þann 31. ágúst næstkomandi hófst í dag klukkan tólf og seldust allir miðar upp á skotstundu.

Um 1.500 miðar voru í boði og þurftu margir frá að hverfa án miða, en aðeins er um þessa einu sýningu að ræða og ekki verður hægt að bæta við aukatónleikum.

Tónleikarnir eru nokkuð sérstaks eðlis en titill þeirra er „Samræður með Nick Cave. Kvöld tals og tónlistar“. Í tilkynningu Senu Live segir að Cave komi til með að svara spurningum áhorfenda um viðfangsefni milli himins og jarðar og spila þess á milli lögin sín.

Hefur sýningin fengið mikið lof gagnrýnanda og gaf gagnrýnandi Telegraph tónleikunum meðal annars 5 stjörnur fyrr í vikunni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert