Lokanir samsvara deild

Páll Matthíasson forstjóri segir að sumarið verði áskorun.
Páll Matthíasson forstjóri segir að sumarið verði áskorun. mbl.is/​Hari

Landspítalinn dregur meira úr starfsemi sinni í sumar en áður. Í júlímánuði og fram yfir verslunarmannahelgi eru 15-20 fleiri legurými lokuð en á sama tíma í fyrra. Helsta ástæðan er skortur á starfsfólki til afleysinga við hjúkrun sjúklinga.

Landspítalinn dregur ávallt úr starfsemi sinni yfir hásumarið. Þá dregur nokkuð úr reglulegri starfsemi, svo sem skipulögðum aðgerðum og meðferðum, en einnig vegur skortur á starfsfólki við hjúkrun þungt.

Sumarið verður áskorun

Í nýjasta föstudagspistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, sem birtur er á vef spítalans kemur fram að flest bráðalegurými eru á skurðlækningasviði, flæðisviði og lyflækningasviði. Gert sé ráð fyrir færri opnum legurýmum en áður á lyflækningasviði en skurðlækningasvið og flæðisvið muni bæta við sumaropnun.

„Heildarniðurstaðan er sú að nokkuð færri rými verða opin hjá okkur í sumar í 2-3 vikur um hásumarið og ræður þar mannekla, fremur en annað. Sumarið verður því áskorun í þessu tilliti, nú sem áður,“ skrifar Páll í pistli sínum.

Vandræði í styttri tíma

Samkvæmt upplýsingum frá Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans, eru fleiri legurými lokuð í júlí og fram í byrjun ágúst í ár en á síðasta sumri. Hins vegar eru færri rými lokuð fyrir og eftir þann tíma en árið 2018. Anna Sigrún segir að lokanirnar séu meiri yfir hásumarið í ár en standi yfir í styttri tíma en í fyrra.

Þegar litið er á heildina eru 536 til 544 rými opin á deildum sem opnar eru alla daga vikunnar, frá 8. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Er það 18-20 rýmum færra en á sama tímabili fyrir ári.

Lokanirnar dreifast ekki jafnt yfir. Þannig dregur mest úr starfsemi á stórum deildum eins og á lyflækningasviði. Anna Sigrún segir að hægt hafi verið að draga úr afleiðingum þess með breyttu verklagi og með því að halda fleiri rúmum í notkun á skurðlækningasviði og flæðisviði. Hún bendir á að þetta sé sérstaklega mikilvægt á flæðisviði þar sem öldrunarlækningadeildir spítalans eru. Ekki þurfi þá að senda sjúklinga þaðan á aðrar deildir spítalans í eins miklum mæli og annars hefði verið. Þá tekur hún fram að gott samstarf sé við sjúkrahúsin í nágrannabyggðum. Þau reyni eftir bestu getu að taka við sjúklingum frá Landspítalanum.

Enn verið að reyna

Ástæðan fyrir því að loka þarf fleiri rýmum en áður er skortur á starfsfólki við hjúkrun, eins og fram kemur í pistli forstjórans. Anna Sigrún segir að þótt gera megi ráð fyrir því að þetta verði brekka muni starfsfólk spítalans geta unnið samkvæmt þeirri áætlun sem lögð hefur verið upp. Og þau eru ekki hætt að vinna í málunum. „Við höldum áfram að reyna að halda rýmum opnum, alveg fram á síðustu stundu,“ segir Anna Sigrún.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Eftir stendur að vextir hækka á alla

12:58 Vextir á verðtryggðum námslánum hefðu verið 4,5% fyrir áratug, ef fyrirhugað námslánakerfi, sem menntamálaráðherra hefur lagt fram, hefði verið við lýði. Þess í stað eru vextirnir 1%. Á þetta er bent í umsögn stúdentaráðs um frumvarpið, sem send var mbl.is. Meira »

Allt öðruvísi en árið 2006

12:09 Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að allt annað hafi verið uppi á teningnum síðast þegar kerskála þrjú var lokað í álverinu í Straumsvík árið 2006 heldur en núna. Meira »

Vinnueftirlitið fylgist með framvindunni

10:35 Starfsmaður Vinnueftirlitsins sem hefur eftirlit með álverinu í Straumsvík hafði samband við álverið í gær eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist þar í fyrradag. „Við erum að fá upplýsingar frá þeim um hver staðan er,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Fyrst kvenna til að synda Eyjasund

10:24 Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð í nótt fyrsta konan til að synda svokallað Eyjasund, þ.e. leiðina frá Vestmannaeyjum og yfir á Landeyjasand. Sigrún hóf sundið frá Eiðinu í Heimaey og tók land á Landeyjasandi fjórum klukkustundum og 31 mínútu síðar. Meira »

Ógnuðu húsráðendum með eggvopni

10:20 Tveir karlmenn voru handteknir af lögreglunni á Austurlandi í gær, grunaðir um að hafa farið inn í hús á ótilgreindum stað í umdæminu snemma í gærmorgun og ógnað húsráðendum með eggvopni. Einn húsráðenda hlaut smávægilega áverka, þó ekki eftir eggvopnið. Meira »

Rann 300 metra niður Hvannárgil

08:59 Það var göngumanninum, sem sat fastur á syllu í Hvannárgili fyrir neðan Goðahraun á Fimmvörðuhálsi, til happs að renna ofan í sprungu fulla af snjó. Það var til þess að hann staðnæmdist og ef ekki hefði verið fyrir snjóinn er ómögulegt að segja til um hversu langt hann hefði runnið niður gilið. Meira »

Hafa ásælst dýrmæta kirkjugripi

08:37 Fremur en að söfn ásælist kirkjugripi til að tryggja varðveislu þeirra ættu ráðamenn að beita sér fyrir því að kirkjan fái þá fjármuni sem henni ber. Þannig geti hún bætt eld- og þjófavarnir í kirkjum til að tryggja öryggi þeirra og dýrmætra kirkjugripa sem þar eiga heima. Meira »

Víða góð spretta en beðið eftir þurrki

07:57 „Háin sem er seinni vöxtur grassins sprettur vel en það var svolítill kyrkingur í grasinu í vor vegna þurrka. Það er heilmikil spretta á seinni slættinum og mér sýnist allt líta mjög vel út þar sem ég fer um,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins, og bóndi á Birnustöðum á Skeiðum á Suðurlandi. Meira »

Hæg norðaustlæg átt og hlýjast á Suðurlandi

07:12 Hæg norðaustlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag og víðast hvar skýjað, en léttskýjað norðvestan til og lítils háttar væta á landinu austanverðu. Það léttir heldur til sunnanlands er líður á daginn, en þó má búast við skúrum síðdegis þar. Meira »

Var að reykja fisk yfir opnum eldi

06:35 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í gærkvöldi um erlendan karlmann sem var með eld í nágrenni vinnubúða í Mosfellsbæ. Eldinn var maðurinn að nota til að elda og reykja fisk og segir í dagbók lögreglu að maðurinn hafi verið búinn að koma sér upp hinni „fínustu aðstöðu utan við vinnubúðirnar“. Meira »

Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu

05:30 Ekki er tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess, að mati Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Meira »

Lokað vegna lagfæringa á Laugavegi

05:30 Sumarið er gjarnan tími framkvæmda utandyra í borgarlandinu og þá er góðviðri nýtt til þess að lagfæra ýmislegt og viðhalda öðru, til dæmis malbika götur og sinna gróðri. Meira »

Fjórfaldur íbúafjöldi heimsótti bæinn

05:30 Heldur fjölgaði í Grundarfirði í gær þegar þrjú skemmtiferðaskip heimsóttu bæinn. Aldrei áður hafa jafn mörg skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar á einum og sama deginum. Meira »

Fer fækkandi í Reykjavík

05:30 Íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavíkurborg fækkaði um u.þ.b. þúsund á árunum 2016 til 2019, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á fyrsta ársfjórðungi þessara ára. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum í borginni um u.þ.b. 7.600. Meira »

Landselir sóla sig á Löngufjörum

05:30 Fjöldi landsela lá á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn var og sólaði sig í sumarblíðunni.   Meira »

Algengt að vottorð séu véfengd

05:30 Algengt er að lögreglustjórar véfengi starfshæfnivottorð starfsmanna sem snúa aftur vegna veikinda og fái trúnaðarlækna til að endurmeta starfshæfni þeirra. Meira »

Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá

05:30 Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd. Með kaupunum deila þeir jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum á svæðinu. Meira »

Manninum bjargað af syllunni

Í gær, 23:48 Göngumanninum, sem setið hafði fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi frá klukkan 18 í dag, hefur verið bjargað úr sjálfheldunni. Meira »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...