Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er ein tveggja fulltrúa ...
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er ein tveggja fulltrúa Íslands á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Eggert Jóhannesson

Rússum hefur verið veitt full aðild á ný að þingi Evrópuráðsins. 190 þingmenn frá öllum löndum Evrópu sitja á þinginu og greiddu 118 atkvæði með tillögunni, þar á meðal báðir fulltrúar Íslands, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna. Meirihluti var fyrir ákvörðuninni hjá flestum ríkjum, en andstaða áberandi meðal ríkja sem áður voru undir hæl Sovétríkjanna, auk Breta og Svía.

Rússar voru sviptir kosningarétti sínum á þingi Evrópuráðsins árið 2014 og ákvað ríkið í kjölfarið að sniðganga fundi þingsins. Frá árinu 2017 hefur ríkið neitað að greiða árlegt framlag sitt til ráðsins, sem hljóðar upp á 33 milljónir evra, um 7% af heildarframlögum ráðsins. Þá höfðu rússnesk stjórnvöld hótað að segja sig úr Evrópuráðinu, og með því Mannréttindadómstól Evrópu, ef kosningaréttur rússneskra þingmanna yrði ekki endurreistur.

Mikilvægt að tryggja mannréttindi íbúa

Rósa Björk er formaður Íslandsdeildar og auk þess varaforseti þings Evrópuráðsins. Hún segir ákvörðunina um að veita fulltrúum Rússlands atkvæðisrétt á ný vera tekna vegna þess hve mikilvægt er að fá Rússa aftur að borðinu, einkum með hliðsjón af mannréttindum íbúa.

Samkomusalur Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segoist vonsvikinn ...
Samkomusalur Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segoist vonsvikinn með ákvörðun ráðsins að veita Rússum fulla aðild að fundum þess á ný. AFP

Undanfarin ár hafi ríkið til að mynda neitað Evrópuráðinu að starfa í Rússlandi og sinna þar kosningaeftirliti og fleiru. Slíkt sé bagalegt fyrir íbúana. Í morgun hafi ríkið þó skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að ríkið hyggist standa við öll gildi ráðsins og skuldbindingar sem eru innifaldar í því að vera meðlimur Evrópuráðsins. Rússar höfðu áður hótað því, óbeint í það minnsta, að segja sig úr Evrópuráðinu ef ekki þingmönnum þeirra yrði ekki veittur atkvæðisréttur á ný, þó Rósa vilji ekki kannast við þær hótanir og neiti því að Evrópuríki séu með þessu að lúffa fyrir ríkinu.

Mannréttindadómstóll Evrópu er ein stofnana Evrópuráðsins og bendir Rósa á að Rússland sé, ásamt Tyrklandi, það ríki sem flestir úrskurðir dómstólsins varði. Mörg mál frá íbúum landsins gegn rússneskum stjórnvöldum séu rekin fyrir dómnum, og nauðsynlegt sé að verja þann rétt íbúanna til að gæta mannréttinda sinna.

Úkraínskir þingmenn, sem eiga sæti í ráðinu, gengu út af fundinum í morgun í mótmælaskyni. Volodymyr Zelenskiy, nýkjörinn forseti Úkraínu, lýsir á Facebook-síðu sinni vonbrigðum með ákvörðunina og segist hafa setið einkafundi með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, þar sem hann reyndi að tala um fyrir þeim.

Er þetta í fyrsta sinn sem refsiaðgerðir, sem Evrópuríki hafa beitt Rússland undanfarin ár eftir ólöglega innlimun Krímskaga, eru afturkallaðar. Í yfirlýsingunni segir að aðgerðinni sé ætlað að „tryggja réttindi og skyldur aðildarríkja til þátttöku í stofnunum Evrópuráðsins“.

Leiðtogar Evrópusambandsríkja hafa þó ítrekað að þessi ákvörðun feli ekki í sér að efnahagslegar þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins, sem Íslendingar taka þátt í, verði afturkallaðar.

47 ríki eiga aðild að Evrópuráðinu, öll ríki álfunnar nema Vatíkanið og Hvíta-Rússland en síðarnefnda ríkið hefur ekki leyfi til aðildar þar sem dauðarefsingar eru þar í lýði og brjóta þær í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hvað viltu vinkonu minni?

15:50 „Fram að þessu höfum við ekki haft tækjabúnað til að kanna nákvæmlega hversu langt kríurnar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yfirleitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið.“ Meira »

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Launahækkanir ríkisforstjóra „sláandi“

13:27 „Mér finnst mest sláandi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósamræmi í launaákvörðunum eftir fyrirtækjum. Það er merkilegt að sjá að það virðist ekki vera nein samræmd stefna ríkisins hvað varðar þessi mál,“ segir þingmaður Viðreisnar, um launahækkanir ríkisforstjóra síðustu tvö ár. Meira »

Okjökull kvaddur með viðhöfn

12:48 „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok en hann er fyrstur íslenskra jökla til að hverfa á tímum loftslagsbreytinga,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem í dag er viðstödd fjölmenna minningarathöfn um Okjökul í Borgarfirði. Meira »

Samband Íslands og Þýskalands

12:15 „Þessar heimsóknir leiðtoga Þýskalands leiða hugann að margþættu sambandi ríkjanna tveggja, Íslands og Þýskalands, sem á sér aldalanga sögu,“ skrifar Svana Helen Björnsdóttir í tilefni af komu Angelu Merkel Þýskalandskanslara til Íslands á morgun. Meira »

Skynsamlegra að RÚV sé á fjárlögum

08:48 Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það sé ef til vill skynsamlegt að leggja niður útvarpsgjaldið og setja starfsemi RÚV alfarið á fjárlög. Honum líst vel á að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði, en segir það aðra umræðu hvort „bæta“ þurfi ríkisfyrirtækinu tekjutapið. Meira »

Leituðu að vopnuðum manni

07:32 Fjölmennt lögreglulið leitaði að vopnuðum manni í Breiðholti í gærkvöldi og í nótt, en um kl. 23 í gærkvöldi barst lögreglunni tilkynning um að maður væri á ferð í hverfinu með haglabyssu. Meira »

Eldur eftir flugeldasýningu í Hveragerði

07:24 Talsverður eldur kviknaði í gróðri í Hveragerði laust fyrir kl. 23 í gærkvöldi, við skotpall flugeldasýningar sem þar var haldin í tilefni bæjarhátíðar. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri birti myndskeið af slökkvistarfinu. Meira »

Hyggst kæra ólögmæta handtöku

Í gær, 22:32 „Ég er hissa á lygunum sem lögreglan lætur frá sér og mér finnst mjög sárt að vera handtekinn fyrir það hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég gerði. Ég hélt að slík vinnubrögð liðust ekki,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, sem var handtekin fyrir meint mótmæli í miðri Gleðigöngunni fyrr í dag. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Ríkisstjórnin styrkir Reykjavíkurleikana

Í gær, 20:45 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita fjögurra milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til Reykjavíkurleikanna sem haldnir verða árið 2020, en Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur ásamt sérsamböndum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Reykjavíkurborg haldið Reykjavíkurleikana frá árinu 2008. Meira »

Bílstjóri Dr Strangelove

Í gær, 20:40 Á sjöunda áratugnum starfaði listamaðurinn Jón Valgeir Stefánsson sem bílstjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var eðlisfræðingurinn Edward Teller, sem er að mörgum talinn faðir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick. Meira »

Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum

Í gær, 20:20 Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Enginn hlaut 100 milljónirnar

Í gær, 19:38 Fyrsti vinningur lottósins gekk ekki út í kvöld en hann hljóðaði upp á rúmlega eitt hundrað milljónir króna. Fyrsti vinnungur verður því áttfaldur eftir viku. Meira »

150 milljónirnar „ótrúlegt bruðl“

Í gær, 18:52 „Það slær mann sem ótrúlegt bruðl,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið spurður um 150 milljóna króna starfslokasamning Arion banka við Höskuld Ólafsson, fyrrverandi bankastjóra bankans. Meira »

Metfjöldi á Ísdegi Kjörís í Hveragerði

Í gær, 18:37 „Þetta hefur gengið rosalega vel, alveg meiriháttar. Ég held við höfum sjaldan verið með jafn marga gesti og í dag,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís, í samtali við mbl.is um Ísdag Kjöríss sem haldin var í dag samhliða bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar í Hveragerði. Lúsmísinn kom vel út. Meira »

Tekur ekki bara fallegar myndir

Í gær, 18:00 Chris Burkard, ljósmyndari og ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims. Meira »

Best að dæma ekki bókina af leðurkápunni

Í gær, 17:02 Hatari lét sitt ekki eftir liggja og var óvenju glaður í bragði þegar mbl.is rakst á sveitina í Gleðigöngunni. Þeir fagna fjölbreytileikanum í miðbænum í dag, enda samræmist það hugmyndafræðinni. Meira »

Vilja meira en bara þorsk og ýsu

Í gær, 16:50 Íslenskir neytendur eru orðnir opnari fyrir því að kaupa og matreiða fisktegundir sem áður sáust varla í eldhúsum landsmanna. Dýrari fiskurinn selst betur eftir því sem dregur nær helginni. Meira »
Súper sól
Súper sól...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...