Malbikun á Vesturlandsvegi og Hringbraut

Vel hefur viðrað til malbikunarframkvæmda það sem af er sumri …
Vel hefur viðrað til malbikunarframkvæmda það sem af er sumri og í dag og á morgun verða framkvæmdir meðal annars við Vesturlandsveg til suðurs og á Hringbraut. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu í dag og biðlar til ökumanna að sýna biðlund og þolinmæði í umferðinni. 

Stefnt er að því að fræsa og malbika akrein á Vesturlandsvegi til suðurs, frá hringtorgi við Þingvallaveg að hringtorgi við Álafossveg. Akreininni verður lokað á meðan, en líklega mun vinnan standa yfir til klukkan 18. 

Um kvöldmatarleytið er áformað að malbika báðar akreinar á Hringbraut, frá Melatorgi að Sæmundargötu. Veginum frá Melatorgi verður lokað og áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 19 til klukkan 6 í fyrramálið. Einnig er stefnt að því að fræsa tvær akreinar annars staðar á Hringbraut, eða frá gatnamótum við Njarðargötu og fram yfir gatnamót við Nauthólsveg. Annarri akreininni verður lokað í einu, en áætlað er að þetta standi yfir frá klukkan 19 til klukkan 4 í fyrramálið.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert