Fjármálaráðuneytið kynnir nýja stjórnendastefnu

Bætt færni stjórnenda er liður í því að vinna að …
Bætt færni stjórnenda er liður í því að vinna að betri og öflugri þjónustu við samfélagið. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Ný stjórnendastefna ríkisins sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út er fyrsta heildstæða stefnan um starfsumhverfi forstöðumanna ríkisstofnana, ráðuneytisstjóra og annarra sem hafa stjórnun að meginstarfi hjá ríkinu.

Þetta kemur fram á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Stefnunni er ætlað að vera liður í því að efla stjórnun hjá ríkinu, vinna að betri þjónustu við samfélagið sem miðar að því að bæta lífskjör í landinu.

Í stefnunni eru hæfnikröfur til stjórnenda skilgreindar í svokallaðri kjörmynd. Ætlast er til að stjórnendur hafi leiðtogahæfni, leggi áherslu á árangursmiðaða stjórnun svo eitthvað sé nefnt. Kjörmyndin verður meðal annars nýtt við skilgreiningu á hæfniþáttum við ráðningu og gerð starfsþróunaráætlana.

Kjörmynd sýnir hvernig hæfnikröfur til stjórnenda eru skilgreindar.
Kjörmynd sýnir hvernig hæfnikröfur til stjórnenda eru skilgreindar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Til þess að stjórnendur nái árangri og þróist í starfi er jafnframt mikilvægt að ríkið búi þeim eftirsóknarvert starfsumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Í stefnunni er fjallað um áherslur ríkisins þegar kemur að starfsumhverfi stjórnenda, allt frá vönduðu ráðningarferli til starfsloka.

Þá eru starfskjör talin vera mikilvægur þáttur í því að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi og að laun þurfi að fylgja almennri launaþróun á vinnumarkaði. Í því skyni mun nýtt launaumhverfi forstöðumanna byggja á samræmdu og gagnsæju matskerfi.

Nýju stjórnendastefnu ríkisins fylgir jafnframt aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára, þar sem aðgerðir, ávinningur og tímasetningar eru skilgreindar. Hefst hún í ágúst með samræmingu ráðningarferla, undirbúning stjórnendasamtala og er gert ráð fyrir því að þeirri vinnu verði lokið snemma á árinu 2020.

Stjórnendastefna ríkisins.

Samhliða stjórnendastefnunni verður sett af stað aðgerðaráætlun, til næstu þriggja …
Samhliða stjórnendastefnunni verður sett af stað aðgerðaráætlun, til næstu þriggja ára, meðal annars um samræmingu ráðningarferla. Ljósmynd/Stjórnarráðið
mbl.is