Segja tækifærin vera til framtíðar

Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Frá vinstri: Elín Árnadóttir frá ...
Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Frá vinstri: Elín Árnadóttir frá Isavia, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, og Friðjón Einarsson frá Reykjanesbæ. mbl.is/Arnþór

Nýr kafli hófst í dag í þróun skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll þegar viljayfirlýsing stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco var undirrituð. Hefst nú vinna að skipulagningu nýs samfélags á svæðinu sem byggt verður með hugmyndafræðina „Aerotropolis“ að leiðarljósi og er meginmarkmiðið að skapa verðmæti og atvinnu fyrir svæðið í heild sinni, meðal annars með erlendri fjárfestingu. 

Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. stendur að yfirlýsingunni ásamt fjármálaráðuneytinu, Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Svæðið sem félagið hefur til umsýslu er eitt verðmætasta landsvæði í eigu ríkissjóðs eftir því sem fram kemur í tilkynningu Kadeco, en það er um 60 ferkílómetrar að stærð. 

Marta Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Kadeco, segir að um ákaflega spennandi og hvetjandi tækifæri sé að ræða og er bjartsýn á sköpun og uppbyggingu verðmæta á svæðinu til lengri tíma litið. 

„Viljayfirlýsingin snýst um að skipuleggja, þróa og markaðssetja land í nágrenni Keflavíkurflugvallar sem var áður í umsjón varnarliðsins. Árið 2006 var þetta land svo flutt yfir til Kadeco. Síðan þá hefur Kadeco haft tvíþættan tilgang. Annars vegar að selja íbúðirnar sem eru hérna á Ásbrú og því er nú lokið, og hins vegar sá kafli sem við erum að hefja nú í sögu félagsins, sem er þetta landþróunarverkefni sem er þá á landi ríkissjóðs við Keflavíkurflugvöll. Við ætlum að þróa einskonar viðskiptagarð, búa til verðmæti úr þessu landi með því að skipuleggja það og draga að fjárfestingu inn á svæðið, bæði innlenda og erlenda,“ segir Marta. 

Marta Jónsdóttir.
Marta Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Byggir á erlendri hugmyndafræði

„Verkefnið byggir á hugmyndafræði sem kallast Aerotropolis sem byggir á kenningum dr. John Kasarda. Kadeco hefur nánast frá stofnun unnið að þessari hugmyndafræði og stefnt að því að fara í þetta verkefni eftir að eignarsölu lyki.“ 

Aerotropolis hugmyndafræðin byggir á því að skapa megi mikil verðmæti úr landi við flugvöll, svo sem gert er víða erlendis, þar sem alþjóðleg fyrirtæki kjósa að staðsetja sig við vel tengda flugvelli, bæði vegna möguleika til vörudreifingar en jafnframt til að nýta flugteningar fyrir stjórnendur og starfsfólk. 

Marta segir mikilvægt að taka eitt skref í einu í þróun verkefnisins og að undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag hafi verið mikilvægt fyrsta skref. 

„Þetta tekur allt sinn tíma. Það þarf að greina ýmislegt eins og samkeppnisstöðu flugvallarins og kosti og galla svæðisins, hvernig starfsemi við viljum fá inn og þar fram eftir götunum. En Kadeco hefur unnið eftir Aerotropolis í rúmlega tíu ár og hluti af þeirri starfsemi sem við höfum fengið inn á okkar svæði er í takt við þetta eins og til dæmis gagnaverin sem við höfum á Ásbrú sem eru mjög stór starfsemi,“ segir Marta. 

„Það er verið að horfa langt inn í framtíðina. Þetta er ekki verkefni sem verður til á einni nóttu. Það þarf að fara vel af stað og byggja þetta vel upp frá upphafi. Við erum að passa að það séu raunhæfar væntingar og að þetta sé langtímaverkefni. Þetta er náttúrulega gríðarlega stórt og tekur sinn tíma og maður má ekki rjúka af stað of hratt.“

Frá athöfninni í dag.
Frá athöfninni í dag. Ljósmynd/Aðsend

Verið að skapa vettvang fyrir verðmætaþróun

Bjarni Benediktsson fjármála og efnahagsráðherra undirritaði viljayfirlýsinguna í dag fyrir hönd ríkisins, en sem ráðherra fer hann með hlut stjórnvalda í Kadeco. 

„Þetta eru mikil tímamót. Við höfum náð saman grundvelli fyrir þessa viljayfirlýsingu og í kjölfarið verður útfærður samstarfssamningur. Ef það er eitthvað eitt sem við erum sammála um eru það tækifærin sem liggja í svæðinu til framtíðar. Það sjá allir virðið í því að skapa vettvang fyrir þróun svæðisins í heild, bæði fyrir atvinnu og íbúa, sagði Bjarni í samtali við mbl.is.

„Hugsunin með þessu er sú að til þess að hámarka virði allra sem að málinu koma fyrir samfélagið þurfi samstarf. Það þarf samstarf ríkisins sem eiganda að miklu landsvæði þarna og mikilvægum eignum, samstarf sveitarfélagana sem fara með skipulagsvaldið og nú erum við að ná þessum lykilaðilum eins og flugvallarstarfseminni að borðinu.“ 

Bjarni segir Kadeco líklega koma til með að bera kostnaðinn af verkefninu, en nú er aðeins verið að hefja skipulags- og hugmyndavinnu fyrir uppbyggingu síðar í framtíðinni. 

Á þessum tímapunkti erum við að gera ráð fyrir því að Kadeco, sem hefur haft það hlutverk að annast um og koma í verð eignum sem ríkinu féll í skaut við brotthvarf varnarliðsins, að það taki á sig kostnað við fyrstu skref. Hann getur hlaupið á tugum eða jafnvel hundruðum milljóna, en til lengri tíma sjáum við í þessu gríðarlega mikla virðisaukningu fyrir alla hlutaðeigandi, segir Bjarni. 

Við erum að hugsa um þróun svæðisins í heild með tilliti til tækifæra sem tengjast alþjóðafluginu, bæði farþega- og vöruflutningar og önnur flugsækin starfsemi. Það er mikilvægt að þegar teknar eru ákvarðanir um uppbyggingu á einum stað að heildarmyndin sé höfð til hliðsjónar.

Tilkynning fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna viljayfirlýsingarinnar

mbl.is

Innlent »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...