Sundurgrafin jörð við brautina

Sumarið er tími framkvæmda og undanfarið hefur mikið rask verið á jarðvegi við Reykjanesbrautina við Elliðaárdal. Veitur hafa þar unnið að endurnýjun lagna fyrir heitt og kalt vatn auk frárennslislagna. Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa einnig staðið í endurnýjun á raf- og fjarskiptalögnum á svæðinu.

Samkvæmt tilkynningu frá Veitum er stefnt að því að ljúka framkvæmdunum á þessum fyrsta áfanga verkefnisins í nóvember á þessu ári og reynt verður að lágmarka truflanir og tafir á umferð eftir bestu getu. Ekki er gert ráð fyrir lokunum á þessum mikilvægu umferðaræðum borgarinnar.

Í myndskeiðinu eru framkvæmdirnar skoðaðar úr lofti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert