Klamydía hlutfallslega algengust hér

Smokkar draga úr hættunni á klamidíusmiti við óvarðar samfarir við …
Smokkar draga úr hættunni á klamidíusmiti við óvarðar samfarir við smitaðan einstakling.

Klamydíusmit á Íslandi voru 649,6 á hverja 100 þúsund íbúa árið 2017 og er Ísland efst þeirra landa sem um er fjallað í tölum sóttvarnastofnunar Evrópu. Samkvæmt þeim er meðaltíðnin í ríkjum ESB og EES 146,2 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa. Heildarfjöldi klamydíusmita í þessum löndum var 409.646 og á Íslandi smituðust 2.198 þetta ár.

Ísland er í hópi sex landa þar sem tíðni smita er yfir 200 á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi lönd eru Norðurlöndin öll auk Bretlands. Fram kemur í úttektinni að þessi lönd eigi það sameiginlegt að þar séu prófanir á sýnum tíðar.

Fleiri próf aðeins ein skýring

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá embætti landlæknis, segir að lengi hafi tíðni smita á Íslandi verið með því hæsta sem þekkist. „Við vitum ekki nákvæmlega hver skýringin á því er, en tíðnin hefur verið svipuð milli ára. Það sem af er þessu ári virðist hún þó vera heldur lægri en t.d. í fyrra,“ segir hann, en tíðnin er að jafnaði hæst hjá fólki á aldrinum 18-25 ára. „Það er erfitt að segja til um af hverju við erum svona há í samanburði við aðra. Hvort það er meira prófað hér, hvort ungt fólk er duglegra að leita til heilbrigðiskerfisins til að fá greiningu, það er ekki alveg ljóst,“ segir hann og nefnir að öflugri prófanir hér á landi séu aðeins ein möguleg skýring á miklum fjölda klamydíusmita hér á landi.

„Önnur skýring er síðan einfaldlega að það sé bara hærri tíðni hér en annars staðar. Það er hugsanlegt, en það er erfitt að segja til um þetta,“ segir hann, en nefnir að fjöldi prófa sem sendur sé áfram í „test“ sé meiri hér en annars staðar. „Við erum að prófa svolítið mikið. En er það vegna þess að fólk er með einkenni eða ekki? Það vitum við ekki nákvæmlega. Sumar þessara sýkinga eru einkennalausar eða -litlar, þannig að skýringin á því að við séum með fleiri tilfelli gæti verið að við prófum meira,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert