Verða send úr landi í næstu viku

Fulltrúar réttindaráðs Hagaskóla. Zainab Safari er önnur til vinstri á ...
Fulltrúar réttindaráðs Hagaskóla. Zainab Safari er önnur til vinstri á myndinni. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrir liggur að Shahnaz Safari og börn­um henn­ar tveim­ur, Zainab og Amil, verður að öllu óbreyttu vísað úr landi í næstu viku. Kennari í Hagaskóla segir systkinin vera óttafull yfir óvissunni sem fram undan sé og biðlar til stjórnvalda að setja hagsmuni barna í forgang. 

Ómar Örn Magnússon, kennari í Hagaskóla, sagði í samtali við mbl.is að allar leiðir til að fá því framgengt að fjölskyldan fái efnislega meðferð hafi verið fullreyndar og að öll sund virðist lokuð. 

„Þetta er náttúrulega búið að vera mál frá því að þau komu til landsins síðasta haust. Þá fer af stað þetta ferli, það er sótt um að mál þeirra verði tekið til efnislegrar meðferðar og þau óska eftir að fá að vera á Íslandi,“ segir Ómar. 

„Undanfarið hafa svona mál unnist eins hjá stjórnvöldum og oftast er efnislegri meðferð hafnað. Þau hafa fengið sínar hafnanir og fengu þá síðustu fyrir páska þar sem bæði var hafnað að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar og jafnframt var því hafnað að réttaráhrif myndu frestast, það er að segja að þau fengju að vera á landinu á meðan málið væri til meðferðar. 

„Síðan þá hefur alveg verið ljóst að þeim verði vísað úr landi og að sú brottvísun yrði framkvæmd áður en þau yrðu búin að vera í eitt ár á landinu því þá yrðu þau sjálfkrafa komin með rétt til efnislegrar meðferðar,“ segir Ómar, en auk Safari-fjölskyldunnar stendur einnig til að vísa afgönskum feðgum sem sóttu hér um vernd, aftur til Grikklands. 

Verða send úr landi í næstu viku

Ómar segir að eins og við var búist hafi fjölskyldunni nú verið tilkynnt að henni verði vísað úr landi í næstu viku.

„Þau fengu svo þær upplýsingar frá lögreglunni í þar síðustu viku að lögreglan væri komin með það verkefni að fylgja þeim úr landi og að það yrði líklega gert í næstu viku. Við gerum ráð fyrir því að þau fái upplýsingar um dagsetningu fyrir helgina.“

Systkinin hafa bæði verið í íslenskum skóla síðan síðasta haust og hafa eignast hér vini, aðlagast samfélaginu og farið að finna fyrir bjartsýni fyrir framtíðinni, líklegast í fyrsta sinn í langan tíma. Fjölskyldan flúði frá Afganistan til Grikklands þar sem hún var í flóttamannabúðum í tvö ár. Ómar segir systkinin vera kvíðin fyrir því að fara aftur þangað, enda ekki upplifað þar neitt nema óvissu. 

Barátta samnemenda Zainab í Hagaskóla fyrir skólasystur sína hefur vakið mikla athygli og héldu þeir meðal annars mótmælagöngu og stóðu að undirskriftasöfnun. Þá gaf réttindaráð Hagaskóla í dag út áskorun þar sem skorað er á ýmsa aðila í samfélaginu að mótmæla brottvísun fjölskyldunnar. 

„Það eru margir sem standa að fjölskyldunni sem vilja að þau fái bara réttláta meðferð hérna á Íslandi. UNICEF á Íslandi vakti til dæmis athygli á því í gær að Grikkland væri ekki öruggt land fyrir börn á flótta og svo höfum við vakið athygli á því allan tímann að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur leitt í lög, þá á að taka allar ákvarðanir sem varða börn, með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Við teljum að það sé alveg klárlega ekki gert í þessu máli,“ segir Ómar.

Ekkert bíður nema óvissa

Ómar segir ólíklegt að systkinin fái aðgang að menntun í Grikklandi og að þar bíði þeirra ekki annað en vera í flóttamannabúðum og óvissa. Það séu aðstæður sem engin börn eigi að búa við. 

„Þau munu klárlega ekki hafa aðgang að skóla eða nokkru öðru. Þau eru mjög meðvituð um það, enda voru þau þarna í tvö ár og upplifðu mikið óöryggi. Ekki bara það að upplifa að það sé ekkert kerfi sem gæti stutt þau eins og er hérna á Íslandi heldur líka óöryggi í sínu umhverfi. Það eru erfiðar aðstæður á meðal flóttamanna í Grikklandi sem eru mjög ógnandi og þau upplifðu það of vel.“

Ómar segist halda að lítið sem ekkert sé hægt að gera í máli fjölskyldunnar úr þessu og segir það ákaflega sorglegt að hagsmunum barna sé ekki gert hærra undir höfði í málum sem þessum. Það sé ekki undir neinum kringumstæðum barni fyrir bestu að vera sent í flóttamannabúðir þar sem aðgangur að allri nauðsynlegri þjónustu sé lítill sem enginn. 

„Það er búið að reyna, teljum við, allar mögulegar opinberar leiðir. Ákvörðunin stendur og það er líklega ekkert annað í spilunum en að fjölskyldan verði send í burtu. Á meðan þau eru hérna munum við áfram vekja athygli á þessu og okkur ber að gera það sem fullorðið fólk. Okkur ber að vekja athygli á því ef við teljum að börn búi ekki við góðar aðstæður eða séu í sjálfsskaðandi ástandi vegna kvíða og ótta.“

Þá segist Ómar ekki hafa heyrt frá neinum sem finnist sú málsmeðferð, sem Safari-fjölskyldan fékk, ásættanleg.

„Ég hef ekki heyrt neinn stjórnmálamann segjast vilja að þetta sé svona og að þetta eigi að vera stefnan. Þess vegna myndi ég skora á stjórnmálamenn að koma fram með það hvort að þetta sé fyrirkomulag sem sé þeim þóknanlegt eða ekki. 

„Við getum alveg haft ákveðna stefnu í svona málum en við verðum alltaf að líta aðeins við þegar börn eiga í hlut.“mbl.is

Innlent »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Hátt í þrjúþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »

Hefur áhyggjur af íslenskunni

05:30 „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því hvernig enskuáhrifin eru yfirgnæfandi. Maður sér þess víða merki, til dæmis í töluðu máli og í skrifum fólks á netinu. Heilu setningarnar og frasarnir hafa ruðst inn í málið; má þar nefna orð sem notuð eru í daglegu tali, svo sem „actually“ og „basically“, án þess að nokkur þörf sé á því.“ Meira »

Geta valið bestu markaði fyrir kjötið

05:30 Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður. Meira »

Sérsveitin brást við 200 vopnaútköllum

05:30 Sérsveit Ríkislögreglustjóra sinnti 416 sérsveitarverkefnum í fyrra og báru sérsveitarmenn skotvopn í 230 tilfellum.  Meira »

Betur gengur að manna skólana

05:30 Sveitarfélögum gengur misjafnlega vel að manna stöður í skólum og frístundaheimilum. Enn skortir á að allar stöður hafi verið mannaðar í Reykjavík, t.d. var búið að ráða í 78% stöðugilda í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum 16. ágúst. Meira »
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Útsala .Kommóða ofl.
Til sölu 3ja skúffu kommóða,mjög vel útítandi,ljös viðarlit.. Verð kr 2000.. Ei...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...