Hægt að líta í berjamó í byrjun ágúst

Bláber í Heiðmörk.
Bláber í Heiðmörk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, eins helsta berjasérfræðings landsins, má gera ráð fyrir góðri berjasprettu í haust en hann segir að líklega verði hægt að líta í berjamó í byrjun ágúst.

Sveinn segir að mikil bjartsýni ríki meðal berjaáhugafólks á sunnan- og vestanverðu landinu en sætukoppar á þessum hluta landsins virðast lofa góðu.

Er sólríkum og hlýjum maí og júní helst að þakka fyrir góðar berjahorfur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »