Fjölgar mögulega dómurum

mbl.is/Hallur Már

Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðu Landsréttar á meðan rétturinn er ekki fullskipaður en málsmeðferðartími hans heldur áfram að lengjast.

Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar tvö og RÚV um helgina. Síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið rétt staðið að skipan dómara við réttinn hafa fjórir dómarar af fimmtán ekki verið við störf.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra útilokar ekki að dómarar verði settir tímabundið við Landsrétt eða viðbótardómarar skipaðir til að vinna á uppsöfnuðum málafjölda.

Skrifstofustjóri Landsréttar hefur sagt að ófremdarástand muni skapast innan skamms þar sem ellefu dómarar hafi ekki undan og tæp 500 mál verði óafgreidd um næstu áramót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert