Skúrir inn til lands síðdegis

Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.

Hæg austlæg átt, 3-8 m/s verður á landinu í dag. Skýjað og smáskúrir, en sums staðar má búast við talsverðum skúrum inn til landsins síðdegis. Hiti verður á bilinu 12 til 18 stig.

Á morgun snýst í suðlæga og suðvestanátt, 3-8 m/s, en 8-13 m/s við suðausturströndina síðdegis. Von er á skúrum víða um land og hiti breytist lítið.

Á sunnudag er svo útlit fyrir hæga sunnanátt, skýjað veður og rigningu eða súld sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn.

Veðrið á mbl.is

mbl.is