Sterkur Drangeyjarlundi

Virðulegir fuglarnir sitja á hverri syllu í Drangey.
Virðulegir fuglarnir sitja á hverri syllu í Drangey. mbl.is/Sigurður Bogi

Lundastofninn í Drangey í Skagafirði stendur vel um þessar mundir, en skv. mælingum verptu þar í sumar alls um 41 þúsund pör. Alls voru 90,5% holanna í eynni setin í ár.

Það mun svo sjást þegar lengra er liðið á sumarið hver viðkoman er, það er hve margir ungar hafa komist úr eggi og þaðan svo flögrað úr holu út í veröldina. Óvíða á landinu er jafn stórt varp lunda og í Drangey, þar sem ennig má sjá talsvert af svartfuglstegundum eins og langvíu, álku og stuttnefju. Þar sjást fálkar flögra fyrir.

Skýringuna á góðri stöðu lundastofnsins í Drangey segir Erpur Snær Hansen líffræðingur vera þá að þörungablóminn í sjónum við landið sé mikill um þessar mundir. Með því eflist stofn sandsílis sem sé mikilvæg undirstaða í fæðu lundans.

Daglegar ferðir eru út í Drangey frá Sauðárkróki. Njóta þær vinsælda en alls lögðu um 1.600 manns þangað leið sína á síðasta ári. „Fyrir mér er Drangey ævintýrastaður,“ segir Viggó Jónsson sem stendur að rekstri Drangeyjarferða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert