Atvinnuleysi minnkar milli mánaða

Atvinnuleysi náði hámarki apríl eftir gjaldþrot WOW air.
Atvinnuleysi náði hámarki apríl eftir gjaldþrot WOW air. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skráð atvinnuleysi í júní var 3,4% samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysið hefur því minnkað um 0,3% frá því í apríl er það náði hámarki eftir gjaldþrot WOW air.

Samtals 688 einstaklingar fóru af atvinnuleysisskrá í júnímánuði og fóru þar af 365 í vinnu eða um 53%. Minnkandi atvinnuleysi skýrist því ekki fyrst og fremst af fjölgun starfa nú yfir hábjargræðistímann.

Flugfélagið fækkaði þotum og sagði upp hundruðum manna í desember sl. Var það meginskýring þess að atvinnuleysið jókst í 3% í janúar. Gjaldþrot félagsins 28. mars er svo meginskýringin á því að atvinnuleysið jókst í 3,7% í apríl. Vegna samdráttar, einkum í ferðaþjónustu, hafa fleiri fyrirtæki sagt upp fólki.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, aðspurður að 3,4% atvinnuleysi í júní sé mikið í samhengi síðustu áratuga á Íslandi. Leita þurfi til samdráttarskeiðanna 1993-97 og 2003-4 og áranna eftir efnahagshrunið 2009 til að finna sambærilegar tölur um sumarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert