Hafa sótt um flugrekstrarleyfi fyrir WAB

Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstarleyfi til …
Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstarleyfi til Samgöngustofu. Það var gert fyrir um þremur vikum síðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu, en það var gert fyrir um þremur vikum síðan. Greint er frá þessu á vefjum Vísis og RÚV, þar sem haft er eftir Sveini Inga Steinþórssyni, einum stofnanda fyrirtækisins, að undirbúningur að stofnun nýs flugfélags gangi vel.

Þá segir Sveinn, í samtali við RÚV, að stefnt sé að því að félagið verði íslenskt félag með íslenska kennitölu og flugrekstrarleyfi og íslenskt starfsfólk.

„Við munum byggja mikið á því góða fólki sem við höfum unnið með í gegn um tíðina,“ sagði Sveinn við RÚV, en hann er fyrrverandi yfirmaður hagdeildar WOW air og sat einnig í framkvæmdastjórn flugfélagsins.

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að írski fjárfestingasjóðurinn Avianta Capital hefði skuldbundið sig til þess að leggja nýja flugfélaginu til rúmlega fimm milljarða króna í hlutafé, en samkvæmt frétt Fréttablaðsins yrði Avianta Capital 75% eigandi nýja félagsins á móti 25% hlut félagsins Neo.

Auk Sveins Inga er Neo í eigu Arn­ars Más Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra flugrekstr­ar­sviðs WOW air, Boga Guðmunds­son­ar, lög­manns hjá Atlantik Legal Serv­ic­es og stjórn­ar­for­manns BusTrav­el, og Þórodds Ara Þórodds­son­ar, ráðgjafa í flug­vélaviðskipt­um í Lund­ún­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert