Stal töskunni þegar farangur var borinn inn

mbl.is/Eggert

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað á ferðatösku framan við hótel í miðborginni í gærkvöldi. Sá sem átti töskuna var að bera annan farangur sinn inn á hótelið þegar ókunnur maður kom þar að og stal töskunni.

Atvikið, sem átti sér stað um sjöleytið í gærkvöldi, sást í myndavélakerfi hótelsins. Ekki kemur hins vegar fram í dagbók lögreglu hvort tekist hafi að bera kennsl á þjófinn eða hafa uppi á töskunni.

Þá var tilkynnt um ofurölvi mann sem var til vandræða í miðborginni á tíunda tímanum í gær og fékk sá að sofa úr sér í fangageymslum lögreglu. 

Tilkynning barst svo skömmu eftir eitt í nótt um menn sem voru að stela gaskútum í húsagörðum á Álftanesi. Ekki tókst hins vegar að hafa uppi á mönnunum sem voru eknir á brott er lögregla kom á staðinn.

mbl.is