Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Nokkrar breytingar verða gerðar við framlagningu álagningarskrár í kjölfar álits ...
Nokkrar breytingar verða gerðar við framlagningu álagningarskrár í kjölfar álits Persónuverndar. mbl.is/Golli

Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is, en í síðustu viku birti persónuvernd álit sitt á spurningum ríkisskattstjóra í tengslum við framlagningu álagningaskrár. Þá munu engar upplýsingar birtast af hálfu ríkisskattstjóra sjálfs um hæstu greiðendur, en slíkir listar hafa verið sendir fjölmiðlum um árabil. 

Snorri Olsen ríkisskattstjóri sem áður var tollstjóri.
Snorri Olsen ríkisskattstjóri sem áður var tollstjóri.

Fjölmiðlar hafa sumir hverjir unnið upp úr álagningarskrá, áætlað tekjur einstaklinga og birt á síðum sínum. Í fyrirspurn til RSK var m.a. spurt um ábyrgð RSK á birtingu þessara upplýsinga, heimildir RSK að lögum til að birta tilteknar upplýsingar og hvaða upplýsingar gæti talist réttmætt og málefnalegt að birta til að persónugreina þá einstaklinga sem í álagningarskrá koma fram. 

Þessar spurningar voru lagðar fram með hliðsjón af lagaskyldu RSK til að leggja fram upplýsingar um skatta sem lagðir hafa verið á skattaðila samkvæmt tekjuskattslögum. 

Álagningarskráin lögð fram 19. ágúst 

„Álitið skýrir aðeins tengslin sem eru milli þeirra ákvæða skattalaga sem gilda um birtingu upplýsinga og þau áhrif sem ný lög um persónuvernd hafa á túlkun þeirra ákvæða. Við töldum rétt að óska eftir áliti Persónuverndar á nokkrum málum. Þetta er rakið mjög vel í úrskurðinum,“ segir Snorri.

„Það var ekki síður ástæða til þess að skoða þetta eftir að Persónuvernd kvað upp niðurstöðu sína um birtingu upplýsinga á vefnum,“ segir Snorri og vísar þar til vefsíðunnar tekjur.is þar sem sem upplýsingar úr skattskrám voru birtar gegn gjaldi. Persónuvernd taldi starfsemina óheimila.  

„Þetta hjálpar okkur við að ákveða endanlega hvernig álagningarskráin lítur út, en hún verður lögð fram 19. ágúst,“ segir Snorri, en skráin liggur frammi til 2. september. Vanalega hefur álagningarskráin verið lögð fram í tengslum við álagningu og hefði á þessu ári orðið á fyrstu tveimur vikunum júní. Vegna fyrrgreindra vafamála frestast það nú fram undir september.

Sem fyrr segir hafa upplýsingar um áætlaðar tekjur ýmissa einstaklinga verið birtar í fjölmiðlum í kjölfar þess að álagningarskrá er lögð fram og er þessi þáttur meðal þess sem RSK spurði persónuvernd álits á. Spurður hvort breytingar verði gerðar í tengslum við þennan þátt í framlagningu álagningarskrár segir Snorri að það sé ekki RSK að svara því. 

Tekjublað Frjálsrar verslunar frá árinu 2016. Fjölmiðlar hér á landi ...
Tekjublað Frjálsrar verslunar frá árinu 2016. Fjölmiðlar hér á landi hafa áætlað tekjur einstaklinga út frá álagningarskrám. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Persónuvernd segir að það sé ekki einu sinni hennar hlutverk að leggja mat á það hvernig 71. og 74. gr. stjórnarskrárinnar skarast, þ.e.a.s. annars vegar rétturinn til að miðla upplýsingum og hins vegar rétturinn til friðhelgi einkalífs,“ segir hann. „Við munum leggja fram skrána, en það er ekki okkar að svara hvort menn megi birta upplýsingar úr henni,“ segir Snorri. 

Engar upplýsingar um bætur

Snorri segir að við birtingu álagningarskrár verði nú ýmsar breytingar ekki inni sem þar hafa áður verið. „Upplýsingar um útvarpsgjald verða ekki þarna inni. Síðan eru allar líkur á því að þarna verði engar upplýsingar um bætur,“ segir hann. Þá verða ekki upplýsingar í álagningarskrám um það hvort einstaklingar hafi óskað eftir tryggingu við heimilisstörf líkt og áður var. 

„Skráin verður breytt, en hún verður þó með þær upplýsingar sem skipta mestu fyrir þá sem hafa haft áhuga á upplýsingum um tekjur einstaklinga. Þarna verða upplýsingar um álagða skatta og álagt útsvar,“ segir Snorri. 

Meðal þess sem persónuvernd tók til í áliti sínu var að upplýsingar um nafn, heimilisfang og fæðingardag nægðu til að tryggja örugga persónugreiningu við framlagningu álagningarskráa. Snorri segir að ekki muni birtast kennitölur skattaðila. „Það verða upplýsingar um afmælisdag og fæðingarár, en ekki full kennitala,“ segir hann og bætir því við að síðustu ár hafi heldur ekki verið birt full kennitala. 

Skýrar lagaheimildir séu meginatriðið

Persónuvernd telur RSK bresta heimild að lögum til þess að birta upplýsingar um útvarpsgjald, en gjaldið er lögbundið og skýrt liggur fyrir hverjir greiða þau og hverjir ekki. Hingað til hafa upplýsingar verið birtar um greiðslu útvarpsgjalds í álagningarskrám.

„Túlkunin er þannig að það ætti raunverulega ekki að birta neitt nema það sé skýrt ákvæði í lögum um að það eigi að birta það,“ segir Snorri og vísar til persónuverndarlaganna og mannréttindaákvæðis stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. 

„Eins og með önnur mannréttindi þá breytist þetta og þarna segja menn raunverulega að til þess að við birtum upplýsingar um einkahagi fólks, þá verði að vera skýr lagaheimild til þess. Þetta er ekki spurning um hvort okkur langar til þess eða eitthvað annað, það þarf bara að vera skýr heimild til þess,“ segir Snorri og bætir því við að vegna þessa hafi verið ákveðið að leggja í þá vegferð að rýna umrædd ákvæði, til þess að komast að því hvort skýrar heimildir væru fyrir birtingu.

„Það sem skiptir mestu máli, ef menn eru á annað borð að velta fyrir sér þessum upplýsingum, er auðvitað álagður tekjuskattur og útsvar. Hvort einhver borgi útvarpsgjald, skiptir það máli? Kannski ekki,“ segir Snorri.

mbl.is

Innlent »

Tafir vegna opinberra heimsókna

18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Geimbúningur prófaður á Íslandi

17:35 Fyrsta leiðangri félagsins Iceland Spcace Agency lauk á dögunum. Félagið er nýstofnað og tekur að sér geimferðaundirbúning enda þykir Ísland vel til þess fallið að undirbúa menn fyrir hrjóstrugt umhverfi himintunglanna. Meira »

Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

17:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent í Reykjavík með þann slasaða. Meira »

Hvatti Íslendinga til frekari dáða

17:09 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun fundi með þeim Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem bæði eru stödd hér á landi. Meira »

Bílvelta á Akureyri

16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »

Gat kom á kví með 179 þúsund löxum

16:29 Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði fyrr í mánuðinum og barst Matvælastofnun tilkynning um þetta á föstudag. Meira »

„Viðbjóðslegur“ eyðibíll á bak og burt

16:10 Eftir að gamall bílastæðavörður í MR greindi frá áhyggjum sínum af eyðibíl á stæðinu, var tekin ákvörðun um að láta fjarlægja hann af stæðinu. Menn geta þá kvatt óljós áform um að friða bílinn. Meira »

Lögregla lokar hluta Reynisfjöru

15:50 Lögreglan á Suðurlandi hefur nú lokað fyrir umferð fólks austast í Reynisfjöru. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar, sem segir þetta gert vegna hruns úr berginu yfir fjörunni. Meira »

Höfðu hjálm á höfði Mikkelsen

15:24 Innflytjendur Carlsberg á Íslandi völdu að hafa tölvugerðan hjálm á höfði Mads Mikkelsen í nýlegum auglýsingum fyrir bjórinn. Það þótti þeim „samfélagslega ábyrgt“, rétt eins og kollegum þeirra á Írlandi. Meira »

„Baulað“ á forsetann í reiðhöllinni

14:44 Guðni Th. Jóhannesson forseti gerði víðreist í Skagafirði og Húnaþingi um helgina. Var hann viðstaddur opnun landbúnaðarsýningar á Sauðárkróki, skoðaði þar nýtt sýndarveruleikasafn, opnaði sögusýningu í Kakalaskála í Blönduhlíð og afhjúpaði minnismerki á Skagaströnd um Jón Árnason þjóðsagnasafnara. Meira »

Mótmæla breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám

14:30 ADHD samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum í lögreglunám sem Mennta- og starfþróunarsetur lögreglurnar upplýsti nýlega um. Segja samtökin þetta vera í fyrsta skipti sem þrengt sé „verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD“ hér á landi. Meira »

Óska eftir upptökum af handtökunni

14:12 „Við erum að fara yfir málsatvikin og óska eftir upptökum af handtökunni og skýrslum til að varpa ljósi á hana. Við munum líka upplýsa nefnd um eftirlit með störfum lögreglu um málið,“ segir aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðin, spurður um handtöku lögreglunnar í Gleðigöngunni. Meira »

Fyrirvararnir verða að vera festir í lög

13:46 Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingar segja að ætli Ísland að festa þriðja orkupakkann í lög, verði að tryggja að tveir fyrirvarar séu festir í lög með honum. Meira »

Samfylkingin hástökkvari í könnun MMR

13:38 Samfylkingin er hástökkvari nýrrar könnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn bætir við sig rúmum fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og mælist með 16,8% fylgi, næstmest allra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 19,1%. Meira »

Reksturinn þungur og krefjandi

13:31 Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri hefur verið krefjandi og þungur það sem af er ári. Þetta kemur fram í pistli forstjórans Bjarna Jónassonar. Mestu munar þar um greiðslur vegna yfirvinnu, sem eru „mun meiri en gert var ráð fyrir en einnig er kostnaður hjúkrunar- og lækningavara hærri“. Meira »

Corbyn styður Katrínu

13:19 Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, í bréfi sem hann hefur ritað henni. Meira »
Súper sól
Súper sól...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...