Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

Myndband af norskum dreng í grísku flotvesti hefur vakið mikla ...
Myndband af norskum dreng í grísku flotvesti hefur vakið mikla athygli. Herdís segir að álíka vesti finnist hér á landi, þótt engu sé slegið fast um að öryggi þeirra sé eins ábótavant. Skjáskot/Myndskeið Martin Norløff Twist

„Fólk þarf að vera mjög á varðbergi. Við erum að reiða okkur á, að það sem er sett á barnið, hvort sem það eru armakútar eða vesti, sé örugg vara. Þá er betra að eyða aðeins meiri pening og vera alveg öruggur,“ segir Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri barna- og slysavarna hjá Miðstöð slysavarna barna.

Myndband af norsku barni í grísku öryggisvesti hefur vakið ugg. Þar sést hvernig vestið bregst, sem á að tryggja að barnið haldist á floti. Blessunarlega gerist það þegar foreldrarnir eru að prófa vestið með barninu. Myndbandið er að sjá neðar í fréttinni.

Herdís Storgaard, verkefnastjóri barna- og slysavarna hjá Miðstöð slysavarna barna. ...
Herdís Storgaard, verkefnastjóri barna- og slysavarna hjá Miðstöð slysavarna barna. Hún segir ástæðu til að varast öryggisbúnað sem keyptur er á netinu.

„Það er eitthvað til sem heitir björgunarvesti. Þetta er ekki það. Þetta er það sem á ensku heitir „swimming aid“ og er fyrir börn sem eru á millistigi þess að vera alveg ósynd og að vera synd,“ segir Herdís.

Svona búningur heldur líkamanum uppi en eins og sést í umræddu myndbandi þarf barnið sjálft að kunna að halda höfðinu upp úr vatninu, svo kraginn verði ekki ofan á. „Þetta vesti er fyrir þetta millistig. Þetta er viðurkenndur búnaður og hann er seldur hér á landi og sumir nota hann,“ segir Herdís en þá er ekki sama hvaðan hann kemur.

Flestir nota þó bara gömlu góðu armakútana, enda þeir sérstaklega hannaðir til að halda höfði barnsins yfir yfirborðinu.

Varhugavert að panta búnað á netinu

„Ég hef ekki miklar áhyggjur af því ef fólk er að kaupa þetta hér á landi og notar þetta rétt. Þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessu vanda sig við þetta. Það sem ég hef áhyggjur af er að fólk sé að panta þetta á netinu. Það sér þá CE-merkinguna og trúir því að þetta sé allt í lagi,“ segir Herdís og bætir við að sú sé alls ekki alltaf raunin.

Sérstaklega þarf að gæta að því að kaupa ekki öryggisbúnað á börn á hvaða mörkuðum sem er úti í heimi. Herdís segir of algengt að fólk freistist til að kaupa hann á slíkum stöðum.

„Í útlöndum er fólk líka að kaupa svona hringlaga kúta með klofbandi þannig að barnið geti setið. Það er hvorki öryggisbúnaður né hjálparbúnaður til að læra að synda. Það eru bara leikföng,“ segir Herdís. Slíkt eigi alls ekki að nota sem öryggistæki.

Hún segir að mikið hafi unnist með forvarnastarfi síðustu áratugi hér á landi, sem sést meðal annars á því að ekki hafa orðið drukknanir um nokkurra ára skeið. Á sama tíma sendi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin út ákall til þjóðarleiðtoga annarra um að auka öryggi barna, því annars staðar eru drukknanir tíðari, jafnvel þar sem sundskylda er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikið blæddi úr höfði mannsins. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »

Þvoi bíla frekar á þvottaplönum

Í gær, 17:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur beinir því til íbúa borgarinnar að bílaþvottur með efnum við heimahús sé alls ekki æskilegur, eftirlitið fær á hverju ári ábendingar um mengun sem berst með ofanvatni í árnar, vötnin og strandsjóinn í Reykjavík. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...