Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

Myndband af norskum dreng í grísku flotvesti hefur vakið mikla ...
Myndband af norskum dreng í grísku flotvesti hefur vakið mikla athygli. Herdís segir að álíka vesti finnist hér á landi, þótt engu sé slegið fast um að öryggi þeirra sé eins ábótavant. Skjáskot/Myndskeið Martin Norløff Twist

„Fólk þarf að vera mjög á varðbergi. Við erum að reiða okkur á, að það sem er sett á barnið, hvort sem það eru armakútar eða vesti, sé örugg vara. Þá er betra að eyða aðeins meiri pening og vera alveg öruggur,“ segir Herdís L. Storgaard, verkefnastjóri barna- og slysavarna hjá Miðstöð slysavarna barna.

Myndband af norsku barni í grísku öryggisvesti hefur vakið ugg. Þar sést hvernig vestið bregst, sem á að tryggja að barnið haldist á floti. Blessunarlega gerist það þegar foreldrarnir eru að prófa vestið með barninu. Myndbandið er að sjá neðar í fréttinni.

Herdís Storgaard, verkefnastjóri barna- og slysavarna hjá Miðstöð slysavarna barna. ...
Herdís Storgaard, verkefnastjóri barna- og slysavarna hjá Miðstöð slysavarna barna. Hún segir ástæðu til að varast öryggisbúnað sem keyptur er á netinu.

„Það er eitthvað til sem heitir björgunarvesti. Þetta er ekki það. Þetta er það sem á ensku heitir „swimming aid“ og er fyrir börn sem eru á millistigi þess að vera alveg ósynd og að vera synd,“ segir Herdís.

Svona búningur heldur líkamanum uppi en eins og sést í umræddu myndbandi þarf barnið sjálft að kunna að halda höfðinu upp úr vatninu, svo kraginn verði ekki ofan á. „Þetta vesti er fyrir þetta millistig. Þetta er viðurkenndur búnaður og hann er seldur hér á landi og sumir nota hann,“ segir Herdís en þá er ekki sama hvaðan hann kemur.

Flestir nota þó bara gömlu góðu armakútana, enda þeir sérstaklega hannaðir til að halda höfði barnsins yfir yfirborðinu.

Varhugavert að panta búnað á netinu

„Ég hef ekki miklar áhyggjur af því ef fólk er að kaupa þetta hér á landi og notar þetta rétt. Þau fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessu vanda sig við þetta. Það sem ég hef áhyggjur af er að fólk sé að panta þetta á netinu. Það sér þá CE-merkinguna og trúir því að þetta sé allt í lagi,“ segir Herdís og bætir við að sú sé alls ekki alltaf raunin.

Sérstaklega þarf að gæta að því að kaupa ekki öryggisbúnað á börn á hvaða mörkuðum sem er úti í heimi. Herdís segir of algengt að fólk freistist til að kaupa hann á slíkum stöðum.

„Í útlöndum er fólk líka að kaupa svona hringlaga kúta með klofbandi þannig að barnið geti setið. Það er hvorki öryggisbúnaður né hjálparbúnaður til að læra að synda. Það eru bara leikföng,“ segir Herdís. Slíkt eigi alls ekki að nota sem öryggistæki.

Hún segir að mikið hafi unnist með forvarnastarfi síðustu áratugi hér á landi, sem sést meðal annars á því að ekki hafa orðið drukknanir um nokkurra ára skeið. Á sama tíma sendi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin út ákall til þjóðarleiðtoga annarra um að auka öryggi barna, því annars staðar eru drukknanir tíðari, jafnvel þar sem sundskylda er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðangar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...