Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

Styrmir Þór Bragason átti rétt á málsmeðferð fyrir Hæstarétti, að ...
Styrmir Þór Bragason átti rétt á málsmeðferð fyrir Hæstarétti, að mati MDE. Sigurgeir Sigurðsson

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Stjórnvöld eru talin hafa brotið gegn lögum í Mannréttindasáttmála Evrópu um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.

Þessi lög eru sögð hafa verið brotin þegar Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi af Hæstarétti í sambandi við svonefnt Exeter-mál. Þegar það var gert, í október 2013, var Hæstiréttur að snúa nokkurra mánaða gömlum dómi héraðsdóms í málinu, sem hafði sýknað Styrmi. Hæstiréttur áréttaði í sínum dómi þá, að að virtri „mennt­un [Styrmis] og þekk­ingu á starf­semi banka og annarra lána­stofn­ana hafi [honum] ekki getað dulist að lán­veit­ing Byrs spari­sjóðs til Tækni­set­urs­ins Arkea ehf. 13. októ­ber 2008 hafi verið ólög­mæt og til þess fall­in að valda spari­sjóðnum veru­legri fjár­tjóns­hættu“.

Íslenska ríkið þarf að greiða Styrmi Þór 7.500 evrur í málskostnað, andvirði ríflega milljónar króna, vegna þessa brots á 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmálans. Í dómnum er ekki fallist á aðrar kröfur Styrmis, eins og þær að ríkið greiði honum 5,7 milljónir í miskabætur, 3,9 milljónir fyrir málskostnað fyrir innlendum dómstólum og 3,6 milljónir fyrir málskostnað fyrir MDE.

MDE taldi í dómi sínum að það að gangast við því að brotið hefði verið á rétti Styrmis til réttlátrar málsmeðferðar teldust nægar bætur í sjálfu sér. Ekki þyrfti líka fjárgreiðslu.

Kæra Styrmis til MDE var fyrst og fremst byggð á því að Hæstiréttur hafi neitað honum um málsmeðferð. Styrmir sagði Hæstarétt hafa komist að sinni niðurstöðu um fangelsisdóm með því að endurmeta vitnisburð vitna í héraðsdómi, en vitnin komu ekki fyrir Hæstarétt. Íslenska ríkið hélt því hins vegar fram að hæstaréttardómurinn yfir Styrmi hafi ekki verið byggður á endurmati á sönnunargildi vitnisburðar í héraðsdómi og því hafi hann ekki þurft að fá málsmeðferð fyrir Hæstarétti.

Upphæðin sem ríkið þarf að greiða Styrmi er lægri en hann hafði krafist. Ríkið hélt því fram fyrir MDE að Styrmir hafi ekki útskýrt hvernig það hefði gagnast honum að fá málsmeðferð fyrir Hæstarétti í málinu. Hann hafi ekki sýnt hvernig hans framburður fyrir Hæstarétti hefði getað breytt niðurstöðu dómsins þegar sönnunargögnin voru metin. Styrmir lagði áherslu á að dómur Hæstaréttar hafi haft „alvarlegar afleiðingar“ fyrir hann, þar sem ekki aðeins hafi verið um fangelsisdóm að ræða heldur hafi Styrmir einnig misst vinnuna og verið meinað að vinna á fjármálamarkaði í 10 ár.mbl.is

Innlent »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðangar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...