Stofna nýjan umhverfisflokk

Elísabet Kristín Jökulsdóttir er að stofna flokk með bróður sínum. ...
Elísabet Kristín Jökulsdóttir er að stofna flokk með bróður sínum. Hrafn segir orustuna um Ísland rétt að byrja. Samsett/mbl.is

„Við lofum því að þetta verður sérstök hreyfing og óhefðbundin að mörgu leyti,“ segir Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáld. 

„Við tölum frekar um hreyfingu en flokk, en þetta á að vera verndarvættur náttúru Íslands,“ segir Hrafn Jökulsson rithöfundur, bróðir Elísabetar, í samtali við mbl.is.

Hann ræðir þó stofnun „almennilegs umhverfisflokks“ og segir „orustuna um Ísland rétt að byrja“. Þau ætla að halda fund bráðlega þar sem nýr flokkur verður stofnaður. 

„Hvort sem við stofnum stjórnmálaflokk eða öfluga umhverfishreyfingu verður að koma í ljós,“ segir Elísabet í samtali við mbl.is.

„Við verðum samt að fá fólk á þing sem þorir eitthvað. Það eru jarðir á útsölu á Norðausturlandi. Það á að virkja ekki bara á einum stað á Ófeigsfjarðarheiði heldur tveimur til viðbótar. Og það hlýtur að vera alveg svakaleg spilling hér fyrst ekkert er gert,“ segir Elísabet. Danir og Grænlendingar gerðu eitthvað, bendir hún á.

„Umhverfismál eru munaðarlaus í núverandi flokkakerfi en eru samt brýnasta viðfangsefni okkar tíma. Við munum setja þau vel og rækilega á dagskrá, burtséð frá hefðbundnum viðhorfum til vinstri og hægri,“ segir Hrafn.

Af hverju fer enginn norður á Strandir?

Þau hafa hvort um sig gagnrýnt harðlega fyrirhugaðar virkjanir í Strandasýslu, þar sem þau eiga rætur. Hrafn hefur búið þar og skrifað bækur um staðinn.

„Af hverju hefur enginn þingmaður farið norður á Strandir? Ekki einu sinni í stjórnarandstöðunni. Af hverju fara þeir ekki norður og hitta fólk og láta sjá sig? Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir Elísabet.

Þau gera það bæði skýrt í samtali við blaðamann að stefnan sé ekki sú að stofna eiginlegan stjórnmálaflokk, sem býður fram til þings. En þau útiloka það hvorugt. Og það verður að koma í ljós á umræddum fundi, sem haldinn verður í Tjarnarbíó öðru hvoru megin við verslunarmannahelgina. 

Þá látum við til skarar skríða

„Ég hélt nú ekki að ég ætti eftir að fara að skipta mér af pólitík á gamals aldri. En það er bara ekkert í stöðunni,“ segir Hrafn en ítrekar að þau systkinin verði „bara fótgönguliðar“ í þessari nýju hreyfingu, þau komi henni á laggirnar en feli svo öðrum að leiða hana. Illugi Jökulsson verður með og Kolbrá Höskuldsdóttir og Unnur Þóra Jökulsdóttir, öll þau börn Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. 

Hrafn segir fjölmarga þegar hafa haft samband. „Þetta brennur á öllu skynsömu og upplýstu fólk, ekki aðeins það sem er að gerast norður í Strandasýslu núna, heldur öll þau hefndarvirki gagnvart íslenskri náttúru sem fara fram um þessar mundir,“ segir hann.

„Ég vona að við þurfum ekki að stofna heilan stjórnmálaflokk og efla til framboðs. Ég vona heitt frá mínu hjarta að íslenskir stjórnmálaflokkar vakni upp til vitundar en ef það gerist ekki þá látum við að sjálfsögðu til skarar skríða,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Innlent »

Bretar aðstoði við að stöðva mengun

22:44 Seyðisfjarðarkaupstaður ætlar að biðja Breta um aðstoð við að stöðva enn frekari mengun af völdum skipsins El Grillo sem var sökkt fyrir 75 árum. Meira »

Þarf að rannsaka betur fjölsótta staði

21:47 „Það þarf að rannsaka betur vinsæla ferðamannastaði eins klettabeltin ofan við Reynisfjöru, með tilliti til hættu á skriðuföllum“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Skriða féll úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

16 sektir á sjö árum

21:23 Fjölmiðlanefnd hefur lagt á sextán stjórnvaldssektir frá því að hún var stofnuð árið 2011. Þær sektir eru allar frá árunum 2013 til 2018 og námu þær samtals 10,1 milljón króna. Þar af námu sektir 365 miðla um 45% sektarfjár tímabilsins eða 4,5 milljónum króna. Meira »

Lærði mikið af hruninu

20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »

Leynist tyggjódólgur í Kjarnaskógi?

20:19 Einar Sigtryggsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur á síðustu fjórum vikum nánast fyllt 20 lítra fötu af tyggjóklessum sem hann tínir upp af göngustígnum í Kjarnaskógi á Akureyri. Meira »

Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

19:24 Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir. Meira »

„Ekkert mál“ að hjóla yfir hálendið

19:20 „Þetta hefur gengið mjög vel. Ekkert hefur bilað hjá mér sem ég átti alveg von á. Ég hef bara þurft að smyrja keðjuna tvisvar sinnum,“ segir Óskar Guðmundsson hjólagarpur með meiru sem er kominn til Reykjavíkur eftir að hafa hjólað yfir hálendið frá Fáskrúðsfirði rúmlega 600 kílómetra. Meira »

Úrvinnslunni „hraðað eins og kostur er“

19:07 „Þessi tvö erindi eru í meðferð og úrvinnslu þeirra verður hraðað eins og kostur er,“ segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi samgönguráðuneytisins. Land­eig­endur í Ing­ólfs­firði hafa farið fram á frest­un réttaráhrifa. Meira »

Borgaraleg handtaka í Grafarvogi

19:00 Framtakssamur vegfarandi stöðvaði för manns í annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í dag, eftir að sá hafði keyrt utan í bifreiðar við Spöngina, og framkvæmdi borgaralega handtöku. Meira »

Íslendingar á Spáni fargi kjötbúðingi

18:55 Listeríumengaður kjötbúðingur frá vörumerkinu „La Mechá“ er talinn hafa valdið veikindum yfir 100 manns á Spáni, aðallega í Andalúsíu en vitað er um tilfelli víðar frá því í maí síðastliðnum. Meira »

Mjakast í viðræðum flugfreyja Icelandair

18:12 Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu.“ Meira »

Stórt sár í Reynisfjalli

18:11 Sárið sem myndaðist við skriðuna í Reynisfjalli í nótt er gríðarstórt og ljóst að bergið er afar laust í sér. Brimið hefur rifið hluta af lokunum, sem settar voru upp í fjörunni í morgun, á haf út en þær hafa þó að mestu verið virtar af ferðamönnum á svæðinu að sögn lögreglu. Meira »

Íslamskir öfgamenn enn mesta hættan

18:05 Forsætisráðherra Noregs segir, að þrátt fyrir reynslu landsins af hryðjuverkaárásum hægriöfgamanna, sé helsta ógnin enn hættan á hryðjuverkaárásum íslamskra bókstafstrúarmanna. Hún ræddi málið við mbl.is. Meira »

„Þetta er orðinn allt of langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Hvarf Oks til vitnis um alvarlegt ástand

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...