Missti afl og brotlenti

Frá slysstað fyrr í dag.
Frá slysstað fyrr í dag. mbl.is/Alfons Finnsson

Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Þetta staðfesti Svanur Tómasson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar, í samtali við mbl.is. Tveir voru í vélinni og var annar þeirra fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. 

Samkvæmt heimildum mbl.is á staðnum er flugmaður vélarinnar reyndur ferjuflugmaður. Var vélin komin nokkra metra upp í loftið þegar hún missti afl og brotlenti. 

Lið slökkviliðs á staðnum fyrr í dag.
Lið slökkviliðs á staðnum fyrr í dag. Ljósmynd/Steinþór Stefánsson
Lögreglufólk athugar slysstaðinn nú rétt eftir tvö í dag.
Lögreglufólk athugar slysstaðinn nú rétt eftir tvö í dag. mbl.is/Alfons Finnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert