Mikil fjölgun íbúa og uppbygging

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg.
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg.

Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg eru nú 9.691 og hefur fjölgað um 501 á einu ári, eða um 6,3%.

„Í raun hefur fjölgun síðustu ár verið fordæmalaus,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri. Allt íbúðarhúsnæði sem fer á markað selst nánast strax og bæjaryfirvöld þurfa að halda vel á spöðunum við að skipuleggja og brjóta ný lönd undir byggingarsvæði.

Fjölgun íbúa kallar svo á margvísleg verkefni af hálfu sveitarfélagsins. Bygging nýrra grunn- og leikskóla er að hefjast og reisa á íþróttahöll sem þjóna skal bæði fótbolta og frjálsum íþróttum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert