Fjórfaldur íbúafjöldi heimsótti bæinn

Skemmtiferðaskip í Grundarfirði í gær.
Skemmtiferðaskip í Grundarfirði í gær. mbl.is/Anna Lilja

Heldur fjölgaði í Grundarfirði í gær þegar þrjú skemmtiferðaskip heimsóttu bæinn. Aldrei áður hafa jafn mörg skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar á einum og sama deginum.

Skipin þrjú eru Sapphire Princess, Star Breeze og Astoria, en samanlagt fluttu þau um 3.780 farþega. Fyrir vikið fylltist bærinn, þar sem íbúafjöldi er tæplega 900 manns, af gestum.

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sagði í samtali við mbl.is í gær að Sapphire Princess væri stærsta skipið sem kemur til Grundarfjarðar í sumar, en með því komu 3.000 farþegar. Hún sagði að vel hefði gengið að taka á móti farþegunum í landi enda hefðu bæjarbúar langa reynslu af því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »