Líðan ökumannsins betri en á horfðist

Olíubíllinn í Borgarnesi á leið til Reykjavíkur.
Olíubíllinn í Borgarnesi á leið til Reykjavíkur. Ljósmynd/mbl.is

Olíubíllinn sem valt með olíufarm á Öxnadalsheiði í gær hefur verið fluttur til Reykjavíkur. Að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar er líðan ökumannsins stöðug.

Í tönkum bílsins voru 30,000 lítrar af skipagasolíu þegar hann valt. Gróf­lega áætlað láku alls um 13,000 lítr­ar af ol­íu í grýtt­an jarðveg­inn á slysstað, sem var skammt vest­an Grjótár. Að sögn Harðar er jarðvegurinn þess eðlis að olían leki beint í gegnum hann og niður í læk við veginn á slysstað. Unnið sé að því að hreinsa eldsneytið úr jarðvegi og vatni og sem stendur þykir ólíklegt að skipta þurfi um jarðveg. 

Olíubílinn segir Hörður vera ónýtan og að enn sem komið er séu tildrög slysins óljós. Þá er ökumaðurinn, sem er reyndur starfsmaður Olíudreifingar, við þokkalega heilsu miðað við aðstæður. 

„Það fór betur en á horfðist. Við heimsóttum hann í gærkvöldi og hann var mun hressari og þetta leit betur út en í fyrstu. Hann er í frekari rannsóknum á sjúkrahúsinu á Akureyri í dag,“ segir Hörður.  

Uppfært 13:42:

Við nánari athugun Olíudreifingar kom í ljós að það magn olíu sem lak í jarðveg við slysstað er nær 13,000 lítrum en 8,000 lítrum líkt og fram kom í fréttinni. Að sögn Harðar hefur það magn líklega minnkað nokkuð í dag þegar jarðvegurinn var hreinsaður, en að ekki sé hægt að mæla það magn olíu sem dælt er úr jarðveginum að svo stöddu. 

Olíubíllinn í Borgarnesi á leið til Reykjavíkur.
Olíubíllinn í Borgarnesi á leið til Reykjavíkur. Ljósmynd/mbl.is
Olíubíllinn í Borgarnesi á leið til Reykjavíkur.
Olíubíllinn í Borgarnesi á leið til Reykjavíkur. Ljósmynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert