Leggja aukagjald á ógreiddar ferðir

Ferðamenn á bílaleigubílum sem keyra í gegnum göngin án þess ...
Ferðamenn á bílaleigubílum sem keyra í gegnum göngin án þess að borga geta átt von á því að þurfa að borga þjónustugjald.

Margar bílaleigur hafa gripið til þess ráðs að rukka viðskiptavini, sem aka í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að greiða fyrir það, um þjónustugjald.

Greint var frá því í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að nærri tvöfalt fleiri en spár gerðu ráð fyrir kysu að aka Víkurskarð í stað Vaðlaheiðarganga á leið á milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Þar kemur fram að framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, Valgeir Bergmann Magnússon, telji að há álagning bílaleiga á veggjaldið, sem fyrir er 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin á fólksbíl, hafi fælandi áhrif á ferðamenn.

Af þeim bílaleigum sem blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af lögðu allar þjónustu- eða umsýslugjald á þá reikninga sem bárust þeim vegna Vaðlaheiðarganga. Nokkuð breitt bil var á því hversu hátt aukagjald bílaleigurnar lögðu ofan á veggjaldið en það var frá 1.300 krónum upp í 4.000 krónur. Enginn starfsmaður starfar í göngunum og þurfa ferðalangar því að skrá bíl sinn og greiða fyrir ferðina annaðhvort í gegnum snjallsímaapp eða vefsíðu innan þriggja tíma. Margir virðast þó kjósa að keyra í gegn án þess að greiða fyrir það og er þá reikningur sendur á eiganda ökutækisins, sem í þessu tilfelli eru bílaleigurnar.

Smári Hreiðarsson, starfsmaður bílaleigunnar Procar, segir að fyrirtækið hafi byrjað að rukka þjónustugjald, 1.300 krónur, fyrir óborgaðar ferðir viðskiptavina fyrir tæplega þremur vikum.

„Við gerðum þetta ekki í byrjun en svo varð þetta bara svo mikil umsýsla fyrir einn mann að brasa í þessu og taka á móti þessu að það bara kostar. Þetta er bara vinna,“ segir Smári sem segir að bílaleigan kynni ferðamönnum sem leigja bíla af henni fyrirkomulag Vaðlaheiðarganga. „Okkur finnst að göngin ættu að vera með starfsmann og gera þetta betur. Við erum ekki sátt við þetta og værum alveg til í að losna við þetta bras,“ segir hann og bætir við að fyrirtækið hafi aldrei orðið vart við vandræði af þessu tagi þegar rukkað var fyrir ferðir um Hvalfjarðargöng enda hafi starfsmenn á svæðinu séð um að rukka fólk fyrir að fara í göngin.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ræða viðskiptaþvinganir

05:30 Fiskveiðinefnd Evrópuþingsins ætlar að ræða mögulegar viðskiptaþvinganir vegna „einhliða töku Íslands og Grænlands á makríl“ á fundi 4. september. Rússar eru hins vegar ekki nefndir þótt staða þeirra sé sambærileg við stöðu Íslands og Grænlands hvað veiðarnar varðar. Meira »

Sala á rafbílum næstmest á Íslandi

05:30 Sala bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni hefur aukist um 52% á fyrri helmingi ársins hérlendis samanborið við fyrri helming síðasta árs. Þetta kemur fram í nýjum samanburði vefritsins EV-Volumes.com. Meira »

Fyrsta haustlægðin lét sjá sig

05:30 Gul viðvörun er í gildi til miðnættis vegna hvassviðris eða storms á miðhálendinu. Gul viðvörun var einnig gefin út vegna hvassviðris eða storms á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðausturlandi í gær. Meira »

Grandinn hefur öðlast nýtt hlutverk

05:30 Bakkaskemma hefur fyllst af iðandi lífi á síðustu árum og tilgangur skemmunnar og ásjón breyst til muna.  Meira »

Fann pabba sinn í Ekvador 29 ára

05:30 Ólafur F. Cucalon Rowell hafði ekki hugmynd um að hann ætti föður í Ekvador fyrr en hann var 29 ára.   Meira »

Landaði makríl úr Smugunni

05:30 Hoffell SU 80 er búið að veiða um 7.000 tonn af makríl á þessari vertíð. Það er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra, að því er segir á heimasíðu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði sem gerir skipið út. Meira »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »
Gæjalegur retro leðursófi frá Casa til sölu
Til sölu hvítur, ítalskur 3ja sæta hönnunarsófi. Keyptur í versluninni Casa og k...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...