Aðflutningurinn er á við Hafnarfjörð

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/​Hari

Um 28 þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar hafa flutt til landsins frá ársbyrjun 2012 en fluttu frá landinu. Til samanburðar búa um 30 þúsund manns í Hafnarfirði sem er þriðja fjölmennasta sveitarfélag landsins.

Þetta má lesa má úr nýjum tölum Hagstofunnar en rúmlega 2 þúsund erlendir ríkisborgarar fluttu til landsins á 2. ársfjórðungi. WOW air hætti starfsemi í lok 1. fjórðungs en í kjölfarið urðu uppsagnir á Keflavíkurflugvelli og víðar. Þrátt fyrir það var áfram straumur til landsins.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að miðað við þróun síðustu ára megi áætla að í ár flytji um 4.000 fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því. Hins vegar muni 400 fleiri íslenskir ríkisborgarar flytjast frá landinu en til þess. Margt geti haft áhrif á spána, ekki síst gengi ferðaþjónustu í haust.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, koma á óvart.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »