Tveir brutu siðareglur

Þingmenn Miðflokksins. Frá vinstri sitja við borðið Karl Gauti Hjaltason, ...
Þingmenn Miðflokksins. Frá vinstri sitja við borðið Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson. mbl.is/​Hari

Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sínum á Klaustri 20. nóvember. Kemur þetta fram í áliti siðanefndar sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Forsætisnefnd fundar um málið í dag. Þingmennirnir gagnrýna harðlega vinnubrögð og niðurstöðu siðanefndar í bréfum til forsætisnefndar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bergþór og Gunnar brutu siðareglur

Í áliti siðanefndar, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er það niðurstaðan að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, hafi gerst brotlegir við siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á Klaustri bar 20. nóvember. Aðrir þingmenn sem tóku þátt í samtalinu, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir úr Miðflokki og Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, sem voru í Flokki fólksins þegar samtalið átti sér stað en gengu síðar til liðs við Miðflokkinn, brutu ekki gegn siðareglum alþingismanna.

Bergþór og Gunnar Bragi þóttu með ummælum sínum hafa brotið gegn c- og d-lið 1. mgr. 5. gr. og 7. og 8. gr. siðareglna alþingismanna, en þar segir m.a. að alþingismenn skuli sem þjóðkjörnir fulltrúar „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Segir einnig í reglunum að þingmenn skuli ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni.

„Öll af sömu rótinni sprottin“

Siðanefnd fjallaði sérstaklega um ummæli Önnu, Bergþórs, Gunnars og Sigmundar. Í umfjöllun um ummæli Bergþórs, sem m.a. fóru í hámæli eftir að Klaustursupptökurnar svokölluðu voru gerðar heyrinkunnar, voru tiltekin ummæli hans um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur alþingismann og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Í umfjöllun um ummæli Gunnars Braga tiltók siðanefnd sérstaklega ummæli hans um Albertínu Friðbjörgu alþingismann, um Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og um Ragnheiði Runólfsdóttur, afrekskonu í sundi.

Sagði siðanefndin um ummæli flokksbræðranna: „Eins og áður greinir getur hátterni sem telst ósiðlegt eða óviðeigandi af hálfu þingsins kastað rýrð á Alþingi og skaðað ímynd þess. Þar undir getur fallið ósæmileg framkoma eða vanvirðing er lýtur að kynferði, kynþætti eða trúarbrögðum. Siðanefnd telur ekki þörf á að greina hvert og eitt atriði í ummælum [Bergþórs og Gunnars]. Þau eru öll af sömu rótinni sprottin. Þau eru ósæmileg og í þeim felst vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Siðanefnd telur þau einnig til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess, auk þess sem þau sýna Alþingi, stöðu þess og störfum ekki virðingu.“

Ummæli flokksbræðranna um Albertínu alþingismann voru af svipuðum meiði, þ.e. að hún hefði áreitt þá kynferðislega.

Í bréfum sem þingmennirnir sendu forsætisnefnd, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, vegna umfjöllunar siðanefndar, segir Bergþór um ummæli þau sem hann lét falla um Albertínu að hann hafi síðan hvorki dregið orð sín til baka, né beðist afsökunar á þeim sérstaklega, enda hafi þarna verið „í engu orðum aukið það sem átti sér stað og í raun alveg galin staða að vera útmálaður í hlutverki geranda í þessu máli, þegar raunin er þveröfug“. Skrifar hann enn fremur: „Þarna er ég að lýsa erfiðri reynslu sem ég varð fyrir í einkasamtali á meðal vina. Ég er að lýsa því þegar núverandi þingkona gekk svo nærri mér kynferðislega að ég var lengi að átta mig á því hvað hafði gerst. Og ég má ekki tala um það í einkasamtölum!“

Eru athugasemdir Gunnars Braga um ummæli hans um þingkonuna á sömu leið. „Allt það sem þar er sagt stend ég við en vil þó taka fram, líkt og ég gerði við viðkomandi, að notkun á orðinu „nauðgun“ var of gróft og var hún beðin afsökunar á þeirri orða notkun,“ skrifar hann.

Aðrir ekki brotlegir

Ummæli Sigmundar Davíðs og Önnu Kolbrúnar voru einnig tekin til skoðunar. Voru þar sérstaklega athuguð ummæli Önnu Kolbrúnar þegar hún uppnefndi Freyju Haraldsdóttur stjórnmálakonu. Segir Anna Kolbrún í bréfi til forsætisnefndar að uppnefni séu oft viðhöfð um stjórnmálamenn og í umræddu tilviki hafi uppnefnið ekki falið í sér illmælgi.

Taldi siðanefnd að uppnefnið yrði ekki réttlætt með skýringum um að uppnefni hefðu oft verið viðhöfð um stjórnmálamenn og í þeim kynni að felast einhver broddur án þess að litið yrði á þau sem illmælgi. Þótti siðanefndinni að ummæli Önnu gætu skaðað ímynd Alþingis en erfitt væri að slá því föstu. „Í ljósi afmörkunar forsætisnefndar og hversu takmarkaðar upplýsingar liggja til grundvallar þessum ummælum telur siðanefnd rétt að Anna Kolbrún Árnadóttir njóti vafans að þessu leyti,“ sagði í álitinu.

Þá taldi siðanefndin ekki að ummæli Sigmundar Davíðs, sem voru viðhöfð í tengslum við fullyrðingar annarra viðstaddra, hefðu brotið gegn siðareglum.

Gerir Sigmundur í bréfi sínu til forsætisnefndar ekki athugasemd við niðurstöðu siðanefndar að þessu leyti.

Þurftu ekki að aðhafast

Að auki við umfjöllun um ummæli þingmannanna fjögurra tók siðanefndin einnig til umfjöllunar hvort allir viðstöddu, þ.e. fjórir ofannefndu auk Karls Gauta og Ólafs Ísleifssonar, hefðu brotið gegn siðareglum með því að sitja athugasemdalaust undir ummælum annarra þingmanna, ekki sýnt fordæmi og frumkvæði að því að styðja siðareglurnar í verki. Sagði siðanefndin að ekki væri unnt að fullyrða að siðareglurnar geri þær kröfur til þingmanna að þeir aðhafist með þeim hætti sem lýst er í afmörkun forsætisnefndar, og töldust því þingmennirnir sex ekki hafa brotið gegn siðareglunum með þessum hætti.

Ólafur og Karl Gauti sendu forsætisnefnd ekki bréf með athugasemdum við álit siðanefndar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

„Jarðarför“ Okjökuls vekur athygli

10:01 Formleg kveðjuathöfn á jöklinum Ok í Kaldadal í Borgarfirði í gær hefur vakið heimsathygli. Sumir fjölmiðlar, svo sem AP og BuzzFeed, tala jafnvel um jarðarför jökulsins á meðan aðrir segja sorgarástand ríkja á Íslandi. Meira »

Tapaði 8 milljörðum á falli WOW

09:28 Skúli Mogensen segir fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu og við að reyna að verja WOW air falli. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrrverandi forstjóri WOW hefur sent frá sér. Hann segist hafa tapað 8 milljörðum á falli WOW. Meira »

Setja upp rafræn biðskýli

08:33 Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum borgarinnar og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen.  Meira »

Farvegur Dragár þornaði upp

08:18 Dragá í Skorradal, milli Litlu- og Stóru Drageyrar hefur þornað upp í sumar en á svæðinu hefur varla rignt síðan um miðjan maí að sögn Péturs Davíðssonar á Grund 2 í Skorradal. Meira »

Vilja stækka kjúklingabú til muna

07:57 Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru. Meira »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »