Hvalir leita oftar nærri ströndum

Um 30 grindhvölum var bjargað úr fjöru við Útskálakirkju í …
Um 30 grindhvölum var bjargað úr fjöru við Útskálakirkju í Garði sl. föstudag. Ekki tókst að bjarga 14 dýrum sem drápust í fjörunni. mbl.is/Alfons

Grindhvalavöður hafa leitað nærri ströndum Íslands á Suðvestur- og Vesturlandi í auknum mæli upp á síðkastið en á milli 50 og 60 hvalir strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði á föstudaginn var.

Ekki er vitað um ástæður þessarar hegðunar sem virðist árstíðabundin en líffræðingar eru með ýmsar kenningar um það hvers vegna hvalirnir leiti á land. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur telur að aukinn þéttleiki meðal grindhvala við þennan hluta landsins hafi áhrif og telur að skýringin sé lífssögutengd.

„Svo er líka burðartími sem gerir þá enn berskjaldaðri fyrir einhverju svona. Allur hópurinn tekur þátt í burðinum og er í kringum móðurina þegar hún er að bera og þannig geta þeir hægt og rólega farið upp í grynningarnar á þessum slóðum,“ segir hún í Morgunblaðinu í dag.

Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir engar skýringar hafa fundist á hegðun hvalanna. Þeir séu þó hugsanlega að elta veik dýr í hópnum, séu truflaðir af segulsviði jarðar eða séu að elta fæðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert