Eldur í flutningabíl í Hafnarfirði

Eldur kom upp í vöruflutningabíl á Reykjanesbrautinni við N1 í Hafnarfirði á tíunda tímanum í morgun. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur en litlu munaði að eldurinn næði að læsa sig í stórt fiskitroll sem var um borð í bílnum. Eldsupptök eru ókunn.

„Sem betur fer náðist að bjarga trollinu en það myndaðist þó nokkuð mikill eldur og reykur í bílnum sjálfum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Ef eldurinn hefði náð að læsa sig í trollinu hefði slökkvistarf orðið mjög erfitt og því þykir mikil mildi að slökkviliðsmönnum hafi tekist að koma í veg fyrir það. 

Lögregla og slökkvilið eru á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn og unnið er að því að  færa trollið yfir í annan flutningabíl sem og að flytja bílinn sem eldurinn kom upp í.

Töluverðar umferðartafir eru á staðnum en umferð er hleypt um aðra akreinina. 

Ökumaður bílsins slapp ómeiddur en litlu munaði að eldurinn næði ...
Ökumaður bílsins slapp ómeiddur en litlu munaði að eldurinn næði að læsa sig í stóru fiskitrolli sem var um borð í bílnum. Ljósmynd/Stefán Helgi Valsson
Eldur kom upp í vörubíl á Reykjanesbraut í morgun. Fiskitroll ...
Eldur kom upp í vörubíl á Reykjanesbraut í morgun. Fiskitroll var í bílnum og þykir mikil mildi að eldurinn hafi ekki náð að læsa sig í því. Ljósmynd/Stefán Helgi Valsson
Slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins.
Slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Ljósmynd/Stefán Helgi Valsson
mbl.is