Andlát: Freysteinn Jóhannsson

Freysteinn Jóhannsson
Freysteinn Jóhannsson

Freysteinn Jóhannsson, fyrrverandi fréttastjóri á Morgunblaðinu, lést hinn 24. júlí síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnarfirði, 73 ára að aldri, eftir erfið veikindi hin síðari ár. Útför Freysteins var gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í gær, í kyrrþey að hans ósk.

Freysteinn var fæddur í Siglufirði 25. júní 1946. Foreldrar hans voru Friðþóra Stefánsdóttir kennari og Jóhann Þorvaldsson skólastjóri. Þau eru bæði látin. Systkin hans eru Sigríður (látin), Þorvaldur, Stefanía og Indriði.

Freysteinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1966 og prófi frá Norska blaðamannaskólanum í Ósló 1970. Freysteinn var blaðamaður við Morgunblaðið 1967-1973 og 1977-2009. Hann var ritstjóri Alþýðublaðsins 1973-1975 og ritstjórnarfulltrúi Tímans 1975-1977. Hann var fréttastjóri á Morgunblaðinu 1981-2001.

Freysteinn var blaðafulltrúi heimsmeistaraeinvígisins í skák 1972. Þá var hann höfundur bókarinnar Fischer gegn Spassky – saga heimsmeistaraeinvígisins 1972, ásamt Friðriki Ólafssyni. Framan af starfsævinni fékkst Freysteinn fyrst og fremst við fréttaskrif og fréttastjórn. Seinni starfsárin sneri hann sér í meira mæli að því að taka viðtöl við fólk og er mörg eftirminnileg viðtöl Freysteins að finna á síðum Morgunblaðsins. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki og sennilega er það ein meginástæðan fyrir því að ég fór út í blaðamennsku,“ sagði Freysteinn m.a. í bókinni Í hörðum slag, íslenskir blaðamenn II, sem út kom 2016.

Freysteinn var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Viktoría Kolfinna Ketilsdóttir, f. 1946. Þau skildu. Önnur kona hans var Sigríður Sólborg Eyjólfsdóttir, f. 1945, d. 1993. Sonur þeirra er Elmar, f. 1975, og stjúpdóttir Lára Jóhannsdóttir, f. 1964. Eftirlifandi eiginkona Freysteins er Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir hómópati, f. 1957. Börn hennar og stjúpbörn Freysteins eru Sjöfn Elísa, f. 1974, og Atli Þór, f. 1979, Albertsbörn.

Við leiðarlok þakkar Morgunblaðið Freysteini heilladrjúgt og gjöfult samstarf um áratuga skeið og sendir fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Minningargreinar um Freystein eru á bls. 34-35 í blaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Ömurlegasta sumar í áratugi

07:57 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Grafarvoginn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...